Frankfurt am Main, Þýskaland

Sýndarkynningar á kirkjusögu styrkja trúaða um allan heim

Þýðendur í landinu auka möguleika á að heimsækja fjarlæga staði

Sýndarkynningar á kirkjusögu glæða „söguna lífi,“ sagði Sybille Ravn-Winch. Fyrr á þessu ári var hún beðin að þýða kynningu í beinni um Lundinn helga, frá ensku yfir á þýsku, fyrir aðra meðlimi safnaðarins sem hún sækir í Þýskalandi. Þótt flestir sögufrægir staðir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu bjóði upp á sýndarkynningar á ensku og nokkrum öðrum tungumálum, hafa þýðendur í landinu opnað meðlimum og vinum kirkjunnar um allan heim nýstárlega leið til að heimsækja sögulega kirkjustaði í eigin persónu, sem að öðrum kosti hefðu ekki getað það.

Lundurinn helgi er í Palmyra, New York-fylki, Bandaríkjunum. Sá staður er mikilvægur Síðari daga heilögum, því þar birtust Guð faðirinn og sonur hans Jesús Kristur hinum unga Joseph Smith yngri, árið 1820, og innleiddu endurreisn kirkju Jesú Krists í heiminn.    

Korija e Shenjtë ndodhet në rrethinat në veri të Nju Jorkut.
Lundurinn helgi er í uppsveitum New York-fylkis.

„Það var enn snjór á jörðu þegar kynnarnir gengu um stígana og gáfu okkur tilfinningu fyrir umhverfinu, eins og við værum þarna sjálf,“ sagði Sybille.  „Gangan frá húsinu að Lundinum helga var nokkuð löng og gefur ykkur betri skilning á þeirri viðleitni Josephs Smith að leggja á sig til að finna afskekktan stað til að biðjast fyrir á.“

Heimsfaraldurinn var hvatinn að því að Kirkjusöguslóðir buðu upp á sýndarferðir. Eftir því sem fólk um allan heim fannst þægilegra að koma saman á netinu var töluvert lagt upp úr því að gera ferðirnar að innhaldsríkri upplifun. Leiðsögumenn á staðnum stilla hraða kynninganna svo þýðendur geti þýtt nokkrar setningar í senn. Uppfærslur á símum, myndavélum og tækni voru gerðar til að bæta sýndarupplifunina. Að auki er tími til að svara spurningum þátttakenda oft ráðgerður til að gera ferðina persónulegri.

„Við áttuðum okkur strax á nauðsyn þess að hjálpa trúboðum okkar að uppfylla tilgang sinn,“ sagði Brad Allen, forseti Herfylkingarsögustaðar mormóna. „Það var unaðslegt fyrir okkur að sjá þá miðla sögu mormónafylkingarinnar og hvaða þýðingu hún hafði fyrir útrásina í Bandaríkjunum og stækkun kirkjunnar, með áhorfendum um allan heim.

Herfylkingarsögustaður mormóna í San Diego var lokaður fyrir persónulegar ferðir þann 14. mars 2020. Á næstu 14 mánuðum sáu trúboðar um næstum 3.800 sýndarferðir fyrir um 40.000 gesti frá 70 löndum um allan heim, þar af 22 frá Evrópu.

Batalioni Mormon në San Diego
Hersveit mormóna í San Diego

„Margir af meðlimum mormónafylkingarinnar voru evrópskir Síðari daga heilagir,“ sagði Brad Allen, forseti Herfylkingingarsögustaðar mormóna. „Þeir voru brautryðjendur kirkjunnar, trúir og tryggir – færðu fórnir til að byggja upp Síon.“

Næsta sýndarkynning sem Sybille myndi vilja fara í væri Hin sögulega Nauvoo, sem staðsett er í vesturhluta Illinois í Bandaríkjunum. Nauvoo er borg byggð af fyrri tíðar Síðari daga heilögum á bökkum Mississippi-árinnar og þjónaði sem höfuðstöðvar kirkjunnar frá 1839 til 1846.

Systir Marilyn Berg Rizley þjónar með eiginmanni sínum, Stephen Rizley forseta, og hefur umsjón með kirkjusögustaðnum Hin sögulega Nauvoo. Hún sagði að kynningar í eigin persónu og sýndarkynningar væru þýðingarmikil viðbót á þessu ári fyrir kirkjumeðlimi sem taka þátt í vikulegu námi í Kenningu og sáttmálum og fyrri tíðar sögu kirkjunnar, eins og lýst er í námsefninu Kom, fylg mér fyrir árið 2021.  

Navuja Historike
Hin sögulega Nauvoo

„Við elskum að tengjast meðlimum um allan heim og miðla auðugri sögu kirkjunnar hér í Nauvoo,“ sagði systir Rizley. „Þessir staðir voru varðveittir og endurreistir til að styrkja trú meðlima okkar. Þeir eru lifandi vitnisburður um þá sem fórnuðu svo miklu við stofnun kirkjunnar. Við getum öll sótt styrk í hetjudáð þeirra og líka gert erfiða hluti.“

Hún greindi frá nokkrum ábendingum við að setja upp sýndarkynningar á kirkjusögustöðum með þýðanda innanlands. 1) Finnið einstakling sem talar ensku til að skrá sig í hópinn. 2) Þegar netferðin hefst skuluð þið láta trúboðana vita í spjallinu að þýðandi verði notaður og að þeir muni gera þýðandann að meðgestgjafa til að gera hljóðnemaaðgang mögulegan. 3) Athugið hvort kynningarferðin sé skipulögð á réttu tímabelti fyrir landið þitt. Oft er hægt að hafa kynningarferðir eftir tímabelti fyrir sýndarþátttakendur um allan heim. 

Allen forseti sagði að þátttakendur sýndarkynningar „gætu vænst þess að fagnaðarerindið verði þeim kærara og að þeir verði þakklátari fyrir það sem hinir fyrri tíðar Síðari daga heilögu gerðu til að greiða okkur leið í dag.“

„Þessar kynningarferðir gera sögu okkar raunverulegri og trúverðugri fyrir nýja og reyndari meðlimi kirkjunnar,“ sagði Sybille. „Þetta er okkur öllum dásamlegt dæmi um trúaruppbyggingu.

Kirkjusögustaðir munu halda áfram að bjóða upp á sýndarkynningar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa, jafnvel eftir að kynningar í eigin persónu hæfust að nýju. Kynningar er hægt að bóka fyrir eftirfarandi staði; Fæðingarstaður Josephs Smith, Lundurinn helgi, Kúmorahæð, Útgáfustaður Mormónsbókar, Endurreisnarstaður prestdæmisins, Whitmer-býlið, Hið sögulega KirtlandGestamiðstöðin í IndependenceLiberty-fangelsið, St. George laufskálinn, Hersveitarmiðstöð mormóna í San Diego og Mormónaslóð Vetrarstöðvarinnar. Kynningar er nú hægt að bóka á einum stað á vefsíðu kirkjunnar -  https://www.churchofjesuschrist.org/learn/historic-sites/virtual-tours-by-location?lang=eng

Ljósmyndir:

Lundurinn helgi (churchofjesuschrist.org)

https://newsroom.churchofjesuschrist.org/article/church-historic-sites-begin-reopening

https://www.churchofjesuschrist.org/learn/historic-sites/illinois/historic-nauvoo?lang=eng