Sækja fram í trú

Boðskapur svæðisleiðtoga

Kristur og ríki maðurinn
Öldungur Daniel P. Hall
Öldungur Daniel P. Hall, Englandi Svæðishafi Sjötíu

Ef við hyggjumst standast prófraunir, freistingar og áskoranir sem koma á vegi okkar, á þessum mjög svo erfiðu tímum, og loks að snúa aftur heim til himnesks föður okkar, er mikilvægt að við „sækjum fram í trú.“[i]

Frelsarinn er fullkomið dæmi um að sækja fram í trú. Þegar þungi friðþægingarinnar hvolfdist yfir hann, hrópaði hann til föðurins: „Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.“ Himneskur faðir svaraði með því að senda „honum [engil] af himni, sem styrkti hann.“[ii] 

Þótt þungi þjáningarinnar á þessum tímapunkti hefði valdið því að sonur Guðs væri kvalinn á líkama og anda og að hann hafi skolfið af sársauka,[iii] þá hörfaði Jesús ekki frá verkinu og ákvað að fresta, lágmarka eða jafnvel hætta algjörlega við hið nauðsynlega verk. Nei, hann gerði þvert á móti. „Hann baðst enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina.“[iv]

Að eiga slíka trú, krefst oft innilegrar bænar, líkt og Krists, til að styrkja okkur í raunum okkar.[v] Hluti af þessu ferli er að læra að beygja okkur undir vilja Guðs,[vi] taka á móti liðsinni Krists á leið okkar og treysta því að allt fari vel á hans tíma.

Marie var einstæð systir með fimm börn sem átti í fjárhagslegu basli við að framfleyta fjölskyldu sinni. Fyrir mörgum árum kom hún til mín, sem biskups, til að leita leiðsagnar um hvernig hún gæti betur hjálpað öðrum. Ég bað hana um að auka föstufórn sína. Hún gerði það án möglunar og mánuð eftir mánuð sagði hún frá því hvernig Drottinn blessaði fjölskyldu hennar fjárhagslega og blessaði hana til að hjálpa öðrum. Þetta hélt áfram í áratugi þar til heilsuleysi gerði hana ófæra. Marie var þó þrátt fyrir það stöðugt í símanum til að gæta að öðrum og hvetja og miðla vitnisburði sínum. Hún trúði ávallt að allt færi vel, sem og það alltaf gerði. Hún missti aldrei úr tíundargreiðslu. Hún las ritningarnar trúfastlega og naut þess að þjóna sem samúðarfullur þjónustuleiðtogi í Líknarfélaginu. Líf hennar var fyllt trúfesti.[vii] Marie fór nýlega handan hulunnar, en trú hennar lifir áfram í fjölskyldu hennar og þeim sem þekktu hana. Þrá mín til að sækja fram í trú hefur aukist sökum hennar.

Okkar ástkæri spámaður, Russell M Nelson forseti, hefur best kennt hvernig við sækjum fram í trú á Krist: „Er við tölum um eldri og nýrri musterin okkar, megi þá hvert okkar sýna í verki að við séum sannir lærisveinar Drottins, Jesú Krists. Megum við endurnýja líf okkar í trú og trausti á hann. Megum við tengjast krafti friðþægingar hans með daglegri iðrun okkar. Megum við einnig helga og endurhelga líf okkar þjónustu við Guð og börn hans – beggja vegna hulunnar.“[viii]

Ég ber vitni um að stöðug trúarsókn okkar er einmitt ferlið til að verða eins og himneskur faðir og sonur hans Jesús Kristur. Þegar við gerum það, þá veit ég að hinn óendanlegi kærleikur Krists, eins og friðþæging hans ber vitni um, veitir okkur frið og von og fullvissu um að allt fari vel.


[i] Að sækja fram í trú, er að standast til enda. Hvernig getum við það? Með því að fylgja fordæmi sonar hins lifanda Guðs - 2. Nefí 31:16

[ii] Lúkas 22:42-43

[iii] K&S 19:18

[iv] ÞJS Lúkas 22:44

[v] Mósía 24 kennir hvernig Alma og hans fólk hrópuðu máttuglega til Guðs um að frelsa það úr höndum hins rangláta prests, Amúlon, og bræðra hans. Drottinn svaraði bænum þess með því að styrkja það, svo því finndist byrðar sínar léttari. Að endingu var það frelsað úr ánauð á undursamlegan hátt.

[vi] Sjá Mósía 15:7, til að læra hvernig Kristur beygði sig undir vilja föðurins og 2. Nefí 10:24, til að læra hvernig okkur ber að gera hið sama.

[vii] 1. Nefí 7:12 kennir hvernig best er að iðka trú á Guð….með því að vera honum trúfastur. Það merkir að gera það sem hann býður okkur af fúsu hjarta og huga.

[viii] Lokaorð Russels M Nelson forseta á aðalráðstefnu, apríl 2019.