Tækifæri aukast um allan heim til þjónustu fyrir eldri trúboða Síðari daga heilagra

Hæfir Síðari daga heilagir hvarvetna um heim geta komið til álita til þjónustu sem eldri trúboðar

Í bréfi frá Æðsta forsætisráðinu segir að tækifæri til þjónustu fyrir eldri trúboða séu nú fyrir hendi fyrir meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um heim allan.

Áður voru tækifæri til þjónustuverkefna eldri trúboða aðeins tiltæk þeim sem búa í Bandaríkjunum, Kanada og á öðrum landssvæðum í takmörkuðu mæli. Þessir trúboðar búa heima hjá sér og þjóna í átta til fjörutíu klukkustundir á viku í a.m.k. sex mánuði. Þeir taka þátt í þjónustu sem getur verið afar andlega gefandi. Stikuforseti á heimasvæði þeirra verður áfram kirkjuleiðtogi þeirra.

Tækifæri aukast um allan heim til þjónustu fyrir eldri trúboða Síðari daga heilagra

Æðsta forsætisráðið hvetur áfram Síðari daga heilaga til að þjóna sem eldri trúboðar fjarri heimili sínu, ef aðstæður þeirra leyfa. Þeir sem hafa áhuga á að þjóna sem eldri trúboðar geta sótt um það á SeniorMissionary.ChurchofJesusChrist.org. Þessi hluti vefsíðu kirkjunnar er tiltækur á ensku og mun brátt verða tiltækur á frönsku, spænsku og portúgölsku. Á þessari síðu eru þarfir kirkjunnar bornar saman við hæfileika ykkar, áhugamál og möguleika. Á síðuna er nýjum tækifærum stöðugt bætt við. „Við erum innilega þakklátir fyrir hina trúföstu þjónustu sem eldri trúboðar inna af hendi um heim allan og mikilvægt framlag þeirra við að byggja upp ríki Guðs,“ segir í bréfi frá Æðsta forsætisráðinu.

Tækifæri aukast um allan heim til þjónustu fyrir eldri trúboða Síðari daga heilagra

Hinir 20.000 eldri þjónustutrúboðar kirkjunnar hjálpa fólki að komast nær Guði og finna elsku hans á marga vegu. Þeir aðstoða á trúboðsskrifstofum, í forðabúrum biskups, á dreifingarstöðvum, í ættfræði- og bókasöfnum FamilySearch, í sjálfsbjargarverkefnum, BYU-Pathway, atvinnumiðstöðvum og á mörgum fleiri stöðum. Nýlega var greint frá tækifærum fyrir eldri trúboða, bæði heima og að heiman, í uppfærslu á 24. kafla í hinni Almennu handbók.

Þúsundir tækifæra fyrir eldri trúboða eru nú tiltæk. Í febrúar 2021 var t.d. byrjað að kalla og tilnefna eldri þjónustutrúboða til þjónustu í musterum kirkjunnar í Bandaríkjunum og Kanada til að inna af hendi störf sem ekki tengjast helgiathöfnum.  Þeir munu taka að sér störf sem áður voru unnin af sjálfboðaliðum musteris.

Finna má frekari upplýsingar um tækifæri eldri trúboða til þjónustu í þessu bréfi og meðfylgjandi skjali frá Æðsta forsætisráðinu.