Þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra

Boðskapur svæðisleiðtoga (Ágúst 2020)

Öldungur Wolfgang Pilz
Öldungur Wolfgang Pilz Svæðishafi Sjötíu

Umhverfis borgina þar sem ólst upp var fallegur skógur, sem enn í dag svipar til hinna rómantísku þýsku skóga. Skóginum tengdust dularfullar sögur og frásagnir frá fornum tímum.  Við fáfarinn vatnsbrunn nokkurn, sem er kallaður Siegfried-brunnur, var sagt að atburður hefði átt sér stað, sem enn er sagt frá í goðsagnafræðum mið- og norðurhluta Evrópu.

Hetjan okkar bar nafnið Siegfried, en er kunnur á norðurslóðum sem Sigurður Fáfnisbani.

Þessi ungi maður var sagður hugrakkur, sterkur og ævintýragjarn. Frægð hans jókst enn frekar þegar hann drap drekann Fáfni með sverði sínu. Hann baðaði sig í blóði hins dauða dreka til að verða ósigrandi. Til allrar ólukku, þá gerðist það að laufblað féll á bak hans, svo sá blettur varð eftir óvarinn.

Sá veiki og óvarði blettur varð síðar hans bani. Sigurði varð bruggað launráð í leynimakki tveggja drottninga og var síðar ráðinn bani úr launsátri.  Úr launsátrinu var hann drepinn af svikara með spjóti, sem vissi hvar hinn óvarða blett var að finna, um leið og hann beygði sig niður til að drekka vatn úr brunni.

Bíræfni Sigurðar mátti rekja til þess að honum fannst hann ósigrandi, en hann hafði þó veikan blett, sem óvinurinn vissi af og notfærði sér.

Oft finnst okkur við líka vera ósigrandi og yfirgengilega sjálfsörugg. Ef við hins vegar viðurkennum ekki veikleika okkar og vinnum að því að gera þá að styrkleikum, getum við líka fallið. 

Ég býð ykkur að fylgja leiðsögn Morónís um að koma til Drottins með veikleika okkar:

„Komi menn til mín, mun ég sýna þeim veikleika sinn, … því að ef þeir auðmýkja sig frammi fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra.“1

Einstaklingshyggja, óaðlaðandi persónueiginleikar, tilhneiging til bráðlætis, að reiðast auðveldlega, að hugsa og tala illa um aðra, gleðjast yfir ógæfu annarra, dæma ranglátlega eða skaðlega – allt þetta eru veikir og óvarðir blettir. Oft tileinkum við okkur slæma eiginleika á unga aldri, sem síðan fylgja okkur til fullorðins ára og við gerum ekkert til að vinna á þeim.    Stundum eiga þeir rætur í reynslu bernsku- eða æskuára okkar, sem við sjálf bárum ekki ábyrgð á.  Hver sem ástæðan er, væri okkur gagnlegt að bera þá veikleika undir Drottin. Hann megnar að lækna okkur. Hann væntir þess að við setjum fórn okkar á altarið – ekki fórn að hætti löngu liðins tíma – heldur sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda. 

Orð Davíðs konungs gefa til kynna að fólkið frá fornum tíma hafi þegar vitað að brennifórnir væru ekki fullnægjandi: „Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta….“2

Hinn upprisni Drottinn endurtók þetta fyrirkomulag í Nýja heiminum, um leið og hann hafði gjört kunnugt afnám brennifórna: „En þér skuluð bjóða mér sem fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda. Hvern þann, sem kemur til mín með sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, mun ég skíra með eldi og heilögum anda….“3 

Á þeim tímum sem þessi grein er birt eru ráðstefnur sem nefnast ,Til styrktar æskunni‘ (skammstafað TSÆ) haldnar um alla Evrópu.  Þessar ráðstefnur eru ekki aðeins til skemmtunar, heldur gegna þær því hlutverki að kenna æskufólki okkar að vera viðbúið guðlegri leiðsögn. Á ráðstefnunni er æskufólkinu kenndur lífsstaðal, sem tengist hegðun, breytni og jafnvel útliti, sem það getur tileinkað sér þegar heim er komið.   Það uppgötvar sína veiku og óvörðu bletti, til að geta varið sig nægjanlega gegn örvum óvinarins. Það fer síðan heim með þrá í hjarta til að íklæðast alvæpni Guðs, svo að enginn blettur hins andlega líkama þeirra verði óvarinn á komandi tíð.

Við skulum gleðjast yfir styrk „síonsæsku,“ sem stendur óbilandi mitt í ofsafengnum straumum okkar tíma. 

 

_____________________________

1. Eter 12:27

2. Sálm 51:17

3. 3 Ne 19:20