Mormónar, eða meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, eru kristnir og trúa því sem Jesús kenndi um iðrun í Biblíunni. Lesið áfram til að læra meira um það hvers vegna mormónar trúa því að iðrun sé mikilvæg fyrir okkur öll.
Hvað kennir Nýja testamentið um iðrun?
Þegar Jesús Kristur var á jörðunni sagði hann dæmisögu um iðrun. Í þessari dæmisögu voru Farísei, sjálfbirgingslegur trúarleiðtogi, og skattheimtumaður, en þeir voru mjög fyrirlitnir, báðir að biðjast fyrir í musterinu. Faríseinn taldi sig ekki hafa neina þörf fyrir iðrun. Hann sagði: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast“ (Luke 18:11–12). Tollheimtumaðurinn bað hinsvegar í auðmýkt: „Guð vertu mér syndugum líknsamur“ (Lúkas 18:13). Jesús kenndi að hinn iðrandi tollheimtumaður yrði réttættur, fremur en Faríseinn. Jesús kenndi að „hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða“ (Lúkas 18:14).
Þessi dæmisaga nær að fanga kenningu frelsarans í Nýja testamentinu um iðrun á mjög fallegan hátt. Samfélagið sem Jesús bjó í hafði hlýðni við Móselögmálið sem mælikvarða um réttlæti, trúarreglur sem lögðu áherslu á ytri framkvæmdir (sjá Larry Y. Wilson, “The Savior’s Message of Repentance,” Ensign, feb. 2016, 48). Þegar Jesús Kristur kom þá kenndi hann hið æðra lögmál sem lagði áherslu á ásetning okkar og þrá hjartans. Jesús kenndi að iðrun hefði meira að gera með að umbreyta hjörtum okkar, heldur en það sem auganu er sýnilegt. Hann kenndi að við verðum öll að breytast og vaxa, að við verðum öll að iðrast, til að vera ásættanleg frammi fyrir Guði.
Hverju trúa mormónar um iðrun?
Sem kristnir, þá trúa mormónar að iðrun sé jafn mikilvæg í dag eins og hún var þegar Jesús Kristur lifði á jörðinni. Öldungur Larry Y. Wilson, einn leiðtogi mormóna, kenndi: „Við verðum ávallt að vinna að innri breytingu sem kemur frá því að viðurkenna að einnig við – við öll – séum syndarar. Er við gerum svo, þá verðum við aukmjúkari í huga og hjarta, sem gerir svo áframhaldandi iðrun mögulega“ (“The Savior’s Message of Repentance,” 50).
Mormónar trúa því að til þess að iðrast einlæglega og breytast, verðum við að meta það reglulega hvernig við getum bætt okkur. Öldungur Wilson lagði það til að við spyrðum okkur sjálf reglulega: „Er ég óþolinmóður, neikvæður, óttasleginn, gagnrýninn, sjálfselskur, stjórnsamur, léttúðugur, lostafenginn, kaldhæðinn eða latur?“ (“The Savior’s Message of Repentance,” 51). Það getur verið ógnvekjandi eða erfitt að meta okkar eigin veikleika á þennan hátt. Við ættum samt ekki að óttast það – hugsunin um að við getum breyst vekur eðlislæga von.
Mormónar trúa því ekki að við verðum að sigrast á veikleikum okkar einsömul. Sannlega þá trúa mormónar því, eins og aðrir kristnir, að langvarandi breytingar og þroski er ekki mögulegur án aðstoðar Jesú Krists. Mormónar trúa á þetta loforð Krists, sem skráð er í Nýja testamentinu: „Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika“ (sjá 2 Kor 12:7–10; sjá einnig Eter 12:27).
Trúa mormónar að helvíti sé til?
Bæði Biblían og Mormónsbók kenna að þeir sem iðrast ekki muni þola sársauka helvítis: „Já, dauðinn og hel munu þrífa þá til sín; . . og dauðinn, hel og djöfullinn og allir sem í klóm þeirra lenda verða að standa frammi fyrir hásæti Guðs og verða dæmdir af verkum sínum, og þaðan verða þeir að fara á þann stað sem þeim hefur verið fyrirbúinn, í sjálft díki elds og brennisteins, sem er óendanleg kvöl“ (2 Nefí 28:23; sjá einnig Matteus 10:28).
Mormónar trúa því að hugtakið helvíti geti vísað til tveggja ólíkra staða: Annars vegar tímabundinnar biðstofu þar sem andar þeirra sem „dáið höfðu í syndum sínum“ fara til að læra meira um Jesú Krist og bíða upprisunnar (sjá K&S 138:32) og öðru lagi, staðar sem kallast ysta myrkur, dvalarstaðar Satans og engla hans (sjá True to the Faith [2004], 81). Mormónar trúa því að mjög fáir einstaklingar séu nægilega illir til að verða dæmdir í ysta myrkur.
Sem kristilegir einstaklingar, þá fögum við mormónar í lausnara okkar, Jesú Kristi, sem sigraði bæði dauðann og helju í gegnum friðþægingarfórn sína og upprisu. Mormónar þakka það að Jesús Kristur gerði okkur öllum mögulegt að breytast, þroskast og snúa aftur til himnesks föður, ef við iðrumst Til að læra meira um Jesú Krist, frelsara okkar, heimsækið mormon.org