Boðskapur svæðisleiðtoga

Þakklæti

Ég trúi sannlega að Drottinn elski þakklátt fólk og að við verðum jafnvel enn meira blessuð varðandi þarfir okkar ef við erum þakklát

A family looking out over a beautiful lake surrounded by a forrest
Öldungur Kyrylo Pokhylko, Lettlandi
Öldungur Kyrylo Pokhylko, Lettlandi Svæðishafi Sjötíu á Norður-Evrópusvæðinu

Líf okkar mun fyllast áhrifum heilags anda er við einbeitum okkur meira og betur að frelsara okkar Jesú Kristi. Það mun gerast þegar við finnum tíma til að læra um líf hans, þekkja kenningu hans og gera í raun það sem hann gerði og þróa þannig kristilega eiginleika á lífsleiðinni.  

Til eru nokkrar frásagnir og mismunandi lýsingar á því er mannfjöldanum var gefið brauð og fiskur, svo fólkið varð mett.  Ég nýt þessarar frásagnar sérstaklega, eins og henni er lýst í Jóhannesi 6:5-14. Þar voru yfir 5.000 manns og frelsaranum voru fengin fimm byggbrauð og tveir fiskar. Hann þakkaði fyrir það sem þeir höfðu, blessaði matinn og lærisveinar hans gáfu öllum hann og fólkið var „mett“(1). Meðal fjögurra mismunandi höfunda sem lýstu atburðinum, lærum við aðeins af Jóhannesi að frelsarinn „gerði þakkir“(2) fyrir það sem þeir höfðu, jafnvel þótt þeir hefðu ekki mikið fyrir mannfjöldann. Hann hafði aðeins fimm byggbrauð og tvo fiska, en því var ætlað að duga og nægja þeim öllum til að fyllast. Mér finnst það stórkostlegt dæmi um hvað getur gerst í lífi okkar þegar við erum þakklát, þegar við þökkum fyrir það sem við höfum. Við höfum kannski ekki mikið, en þegar við erum þakklát fyrir það sem við höfum, mun það duga og nægja þörfum okkar. Þakklæti er dásamlegur og mikilvægur kristilegur eiginleiki, sem við þurfum að tileinka okkur til að öðlast aukna lífsgleði og að geta oftar séð hönd Drottins.

Christ feeding the 5000

Nelson forseti kenndi eftirfarandi þegar hann talaði um lækningamátt þakklætis:
„Við getum öll þakkað fyrir fegurð jarðar og tign himins sem veita okkur innsýn í víðáttu eilífðarinnar. Við getum þakkað fyrir gjöf lífsins, fyrir ótrúlegan líkama okkar og huga, svo við fáum vaxið og lært. 
Við getum þakkað fyrir listir, bókmenntir og tónlist sem næra sál okkar. 
Við getum þakkað fyrir tækifærið til að iðrast, byrja upp á nýtt, bæta og byggja okkur. 
Við getum þakkað fyrir fjölskyldur okkar, vini og ástvini. 
Við getum þakkað fyrir tækifærið til að hjálpa, elska og þjóna hvert öðru, sem gerir lífið svo miklu innihaldsríkara. 
Við getum jafnvel þakkað fyrir raunir okkar; sem kenna okkur það sem við annars myndum ekki vita. 
Umfram allt getum við þakkað Guði, föður anda okkar, sem gerir okkur öll bræður og systur - að einni mikilli alþjóðlegri fjölskyldu“(3).

Two sisters hugging

Ég trúi sannlega að Drottinn elski þakklátt fólk og að við verðum jafnvel enn meira blessuð varðandi þarfir okkar ef við erum þakklát, því við viðurkennum uppruna allra þeirra blessana sem við hljótum og vitum hvaðan þær koma.

Ég lýk með orðum Alma er hann kenndi fólki sínu: „Og hann bauð þeim að virða og halda hvíldardagur hann heilagan og einnig að færa Drottni Guði sínum þakkir hvern dag“(4). Okkur er boðið að þakka Drottni hvert fyrir sig og sem fjölskyldur. Líf okkar mun breytast þegar við einbeitum okkur daglega að blessunum sem við hljótum frá Drottni, sjáum hönd hans í lífi okkar og tjáum þakklæti fyrir þær í bænum okkar í lok hvers dags. Í Mormónsbók er fullt af vitnum um að þakklátt fólk sé glaðlegt fólk.

Ég er þakklátur fyrir kærleiksríkan himneskan föður og son hans, frelsara okkar og lausnara, Jesú Krist, og leiðsögn heilags anda, og ég ber vitni um að þeir eru raunverulegir. 


  1. Jóhannes 6:12
  2. Jóhannes 6:11
  3. „Lækningarmáttur þakklætis,“ myndbandsboðskapur miðlaður á samfélagsmiðlum í nóvember 2020
  4. Mósía 18:23