Boðskapur svæðisleiðtoga

Þekkja frelsara okkar Jesú Krist

Ég veit að sonur hans, Jesús Kristur, endurleysti okkur frá synd. Ég lofa ykkur, að er þið biðjið, lesið ritningarnar, þjónið öðrum, gerið sáttmála við Drottinn og berið vitni um hann munið þið kynnast frelsara ykkar, Jesú Kristir, enn betur.

Të Arrijmë ta Njohim Shpëtimtarin Tonë, Jezu Krishtin
Öldungur Tarmo Lepp, Eistlandi
Öldungur Tarmo Lepp, Eistlandi Svæðishafi Sjötíu, Norður-Evrópusvæðinu

Trúboðar sögðu mér frá Jesú Kristi, lífi hans og kenningum þegar ég var ungur maður. Nú, þegar ég hef verið meðlimur kirkjunnar í 30 ár, spyr ég mig stundum hvort ég þekki frelsara minn Jesú Krist í raun. Svarið er já, ég þekki hann og það gerið þið líka.

Á sama hátt og fólk sem við höfum ekki verið í sambandi við í langan tíma getur orðið ókunnugt okkur, þá getur frelsarinn orðið okkur ókunnugur. Að kynnast honum og þekkja hann, er áframhaldandi ferli. Mig langar að miðla ykkur nokkru því sem hefur hjálpað mér að kynnast Kristi betur og vera alltaf kunnugur honum.

pix2

Bæn

„Sannir í trúnni“ kennir okkur um bæn: „Himneskur faðir elskar ykkur og þekkir þarfir ykkar, og þráir að þið ræðið við hann í bæn. … Þegar þið gerð það að venju að koma til Guðs í bæn, munuð þið þekkja hann og komast stöðugt nær honum. Þrár ykkar taka að líkjast hans þrám. Þið munuð þá geta tryggt ykkur sjálfum og öðrum þær blessanir sem hann er fús til að veita ykkur, ef þið biðjið í trú.“ (1). Þegar ég byrjaði að biðja, komst ég nærri himneskum föðru mínum og syni hans. Regluleg bæn hjálpar við að viðhalda þessu nána sambandi. Ég er þakklátur fyrir kraft bænarinnar.

pix3

Ritningarnám

Mormónsbók notar eftirfarandi orð til að lýsa sonum Mósía: „Þeir höfðu styrkst í þekkingu sinni á sannleikanum, því að þeir voru menn gæddir heilbrigðum skilningi og höfðu kynnt sér ritningarnar af kostgæfni til þess að öðlast þekkingu á orði Guðs.“(2) Daglegt og innihaldsríkt ritningarnám gerir ykkur kleift að vera móttækileg fyrir hljóðri rödd heilags anda. Það styrkir trú okkar, hjálpar okkur að standast freistingar og hjálpar okkur að læra að þekkja himneskan föður okkar og ástkæran son hans.

pix4

Þjónusta

Ritningarnám hjálpar okkur að kynnast frelsaranum. Það er hins vegar ekki nóg að þekkja hann bara, við verðum einnig að verða eins og hann. Til að verða eins og frelsarinn, verðið þið að sýna það í verki. Með því að þjóna öðrum erum við samþjónar Krists.

Þegar ég var ungur meðlimur kirkjunnar, voru erfiðir tímar í heimalandi mínu og margir áttu erfitt fjárhagslega. Stundum fór ég með mat til meðlima greinar okkar og skildi pokana eftir á bak við dyrnar þeirra, án þess að láta vita af mér. Ég hafði unun af þeirri hugsun að þau myndu finna matarpokana, ekki vitandi hver kom með þá og þakka Guði en ekki mér. Ein af uppáhalds dæmisögunum mínum úr ritningunum er sagan af miskunnsama Samverjanum. Samverjinn hafði ekki ráðgert neitt góðverk þennan ákveðna dag, en hann sá neyðina og brást við henni. Jesús sagði við lögvitringinn við lok frásagnarinnar: „Far þú og ger hið sama“ (3). Boðskapur Jesú beinist einnig til okkar. Með því að hjálpa öðrum, getum okkur liðið eins og Jesú leið þegar hann þjónaði öðrum.

pix5

Sáttmálar

Sáttmálar eru gerðir á milli tveggja aðila eða fleiri. Þegar við gerum sáttmála í kirkjunni erum við einn aðilanna og hinn aðilinn er Guð. Fyrsti sáttmáli okkar er skírnarsáttmálinn og með því að gera þennan sáttmála lofum við að taka á okkur nafn Jesú Krists. Á sunnudögum komum við á sakramentissamkomu til að endurnýja skírnarsáttmála okkar. Í musterunum gerum við sáttmála sem eru í gildi jafnvel eftir að við yfirgefum þennan heim.

Nelson forseti sagði að við „styrkjumst … í krafti frelsarans í lífi okkar þegar við gerum helga sáttmála og höldum þá sáttmála með nákvæmni. Sáttmálar okkar binda okkur við hann og veita okkur guðlegan mátt“(4). Til að hjálpa öðrum að auka kraft frelsarans í lífi okkar, gætum við hvatt þau og hjálpað þeim að meðtaka guðlegar helgiathafnir og sáttmála.

Baptism

Bera vitni um Jesú Krist

Persónulegur vitnisburður okkar hefst yfirleitt á vitnisburði einhvers annars. Systir mín miðlaði mér sínum vitnisburði eftir skírn hennar. Ég fann þrá eftir að heyra meira um það sem systir mín hafði borðið vitni um. Trúboðarnir komu og vitnuðu um Jesú Krists, fagnaðarerindi hans og hina endurreistu kirkju. Það var svo áhrifamikið að það breytti lífi mínu algerlega. Á augnarbliki hafði trúleysingi orðið trúaður einstaklingur sem þráði að fylgja kenningum og fordæmi Krists. Á sama hátt getur vitnisburður okkar breytt lífi einhvers annars. Vegna vitnisburðar okkar, getur einhver kynnst Kristi sem þeir þekktu ekki áður.

Ég ber vitni um að ég veit að við eigum ástríkan himneskan föður. Ég veit að sonur hans, Jesús Kristur, endurleysti okkur frá synd. Ég lofa ykkur, að er þið biðjið, lesið ritningarnar, þjónið öðrum, gerið sáttmála við Drottinn og berið vitni um hann munið þið kynnast frelsara ykkar, Jesú Kristir, enn betur.


1. Sannir í trúnni – Bæn
2. Alma 17:2
3. Lúkas 10:37
4. Russell M. Nelson, forseti „Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2017