Þjóna af elsku

Boðskapur svæðisleiðtoga (Febrúar 2021)


Ég ákvað líka þá að ég myndi reyna að láta aldrei svona hvatningu eða tækifæri til að lyfta öðrum fara forgörðum.


Öldungur Martin J. Turvey
Öldungur Martin J. Turvey, Bretlandi Svæðishafi Sjötíu

Fyrir mörgum árum lenti sonur okkar, sem þá var fjögurra ára, í alvarlegu umferðarslysi fjarri heimili sínu. Eftir um viku á sjúkrahúsi var mögulegt að flytja hann 320 kílómetra til sjúkrahússins á heimasvæði okkar. Þegar við komum heim voru skilaboð þar, sem kærleiksrík og umhyggjusöm systir í hirðisþjónustu, hafði sett inn um dyrnar, með upplýsingum um hver myndi ná í hin börnin okkar fjögur úr skólanum, hver myndi sjá um máltíðir og hver myndi þvo þvottinn. Á þeim næstu fimm vikum sem sonur okkar var á sjúkrahúsi eignaðist eiginkona mín yngsta son okkar. Með son í öðrum enda sjúkrahússins, eiginkonu og nýtt barn í hinum endanum, fjögur börn til að annast og að auki í fullu starfi, hefði þetta orðið okkur um megn ef við hefðum ekki fengið hina mikilvægu aðstoð meðlima  í deildinni okkar. Það sem við vorum þakklát fyrir óeigingjarna þjónustu þeirra. Við vitum að hin algenga spurning „getum við gert eitthvað til að hjálpa?“ er alltaf sett fram í einlægni, en þessi yndislega, hugulsama systir fór auka míluna, sá þarfir okkar og þjónaði í samræmi við það.

Í Lúkas 4:18 les frelsarinn spádóma Jesaja um komu sína og hlutverk hér á jörðu. Það hljómar svo: 

„Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa“ (sjá Jesaja 61:1).

Í samfélögum okkar tíma eru margir harmþrungnir; vegna upplausnar fjölskyldusambanda eða annarra áskorana.  Það er margir sem eru í ánauð; vegna fíknar, þunglyndis eða vonleysis. Það eru margir sem eru blindir, einkum gagnvart hinum friðsæla sannleika fagnaðarerindis Jesú Krists. Margir eru líka lemstraðir yfir vonbrigðum lífsins.

Í 3. Nefí 18:32 lesum við, „Þó skuluð þér ekki vísa honum út úr samkunduhúsum yðar eða bænastöðum, því að slíkum skuluð þér halda áfram að þjóna. Því að þér vitið ekki, nema þeir snúi til baka og iðrist og komi til mín í einlægum ásetningi, og ég mun gjöra þá heila . Og þér skuluð vera tæki til að færa þeim sáluhjálp.“

Getið þið ímyndað ykkur meira hrífandi blessun en að vera í samstarfi við frelsarann við að létta þjáningar þeirra sem umhverfis eru og vera verkfæri þeim til hjálpræðis?

Strákur hjálpar eldri konu

Fyrir nokkru fór ég í heimsókn til sonar míns sem var við nám í Rexburg í Idaho. Hann, eiginkonan hans og ég fórum út að borða á veitingastað þar sem fólk fer í röð til að fá þjónustu. Þar var fullt af nemendum, spenntum yfir útskrift og lok námsannarinnar. Ég tók eftir að ung kona kom einsömul inn, leit nokkuð einmana út og virtist finnast hávaðinn og lætin yfirþyrmandi. Mér fannst ég knúinn til að bjóða henni sæti hjá okkur. Þegar hún fékk matinn sinn gekk hún framhjá okkur og að borði sem hún hugðist sitja ein við. Á því augnabliki hugsaði ég: „Ó, hún mun halda mig eitthvað skrýtinn, ef ég býð henni að sitja hjá okkur,“ og ég leiddi hughrifin hjá mér. Ég man að ég vaknaði um 2.30 um nóttina og hugsaði: „Hvað ef hún hefði virkilega haft þörf fyrir hjálp okkar og vináttu?“ Ég fór fram úr rúminu á hnén og bað þess að einhver annar gæti hjálpað henni þar sem mér hafði mistekist. Ég ákvað líka þá að ég myndi reyna að láta aldrei svona hvatningu eða tækifæri til að lyfta öðrum fara forgörðum.

Ég býð okkur öllum að liðsinna öðrum við hvert tækifæri, lyfta, styrkja og þjóna í kærleika. Með því uppfyllum við hinn heilaga sáttmála sem við gerðum við skírnina, um að vera vitni hans, vera hendur hans við lækningu þeirra sem þurfa.