Boðskapur svæðisleiðtoga

Þjónusta er helgandi

Að vera næmur fyrir þörfum annarra, veitir helgandi mátt í lífi ykkar.

Nous avons accès au pouvoir sanctificateur de l’Esprit quand nous cherchons à savoir comment mieux servir les personnes qui nous entourent. Intellectual Reserve
Helgandi kraftur andans verður okkur tiltækur þegar við reynum að komast að því hvernig við getum þjónað þeim sem umhverfis eru á áhrifaríkari hátt

Að undanförnu hefur breytingum verið þröngvað upp á okkur á mörgum sviðum lífs okkar og þó að við höfum ekki öll verið í sama bátnum, þá höfum við öll verið í sama stórsjónum.  Stundum hef ég átt erfitt með að vita nákvæmlega hvernig ég get haldið áfram, verið afkastamikill og lagað mig að þeim breytingum sem hafa orðið í lífi mínu. 

Kannski hafið þið, eins og ég, fengið tækifæri undanfarna mánuði til að leita leiðsagnar og skilnings frá Drottni um hin ýmsu mál til að átta ykkur á nýjum og einstökum aðstæðum.  Kannski hefur ykkur líka fundist þessi tími hafa veitt tækifæri til fágunar og helgunar, til að verða nánari föður okkar á himnum og betri lærisveinn Krists.  Stöðugur boðskapur frá Nelson forseta, bræðrunum tólf og aðalforsetum samtaka kirkjunnar, hefur hvatt okkur til að „hlýða á hann,“1 og hjálpað okkur að sigla um lífsins sjó á þessum tíma.  Ein mikilvægasta hæfnin sem við getum tileinkað okkur og bætt í þessu lífi, er að hlýða á rödd og hvatningu Drottins.  Að heyra, hlíta og bregðast við slíkri andlegri hvatningu, mun veita okkur tækifæri til fágunar og helgunar.

Öldungur Mark A. Gilmour, Englandi Svæðishafi Sjötíu
Öldungur Mark A. Gilmour, Englandi Svæðishafi Sjötíu

Af eigin reynslu hef ég séð að Drottinn hefur verið afar fús til að veita okkur ráð og leiðsögn varðandi uppbyggingu ríkis hans. Nelson forseti hvatti okkur líka á sama hátt til að leita opinberunar.2  Ég hef komist að því að opinberun flæðir auðveldar og hraðar þegar ég hef beðist fyrir og leitað leiðsagnar varðandi þjónustu við aðra, annaðhvort í köllun eða er ég hugsa um einhvern annan, fremur en eigin vilja og aðstæður. 

Þegar öldungur Dieter F. Uchtdorf þjónaði í Æðsta forsætisráðinu, kenndi hann:

„Oft koma svörin við bænum okkar ekki á meðan við erum á hnjánum, heldur þegar við erum á ferli, þjónandi Drottni og þeim sem í kringum okkur eru. Óeigingjörn þjónusta og helgun hreinsar anda okkar, fjarlægir hreistrið frá andlegum augum okkar, og lýkur upp flóðgáttum himins. Með því að verða öðrum bænasvar, þá finnum við oft svarið við okkar eigin bænum.“ 3

Helgandi kraftur andans verður okkur tiltækur þegar við reynum að komast að því hvernig við getum þjónað þeim sem umhverfis eru á áhrifaríkari hátt, verið fjölskylda þeirra, vinir, nágrannar, þjónað samfélagi okkar eða þeim sem okkur er falið að sjá um í köllunum okkar.  Þegar við verðum næmari fyrir þörfum annarra, verðum við næmari fyrir andanum, sem síðan gerir okkur kleift að svara ákallinu í sálminum: „Auk í mér hans mynd.“ 4 Mín reynsla er sú að þegar við nálgumst Drottin í bæn um hvernig við getum aðstoðað eða blessað aðra, þá mun hann fúslega svara þeirri bæn.  Þær stundir geta líka komið er við erum hvött til að bregðast við án þess að hafa fyrst beðist fyrir, en þá mun sú einfalda trú að fara og gera gott verða báðum til blessunar.  Systir Sylvia Allred, fyrrverandi ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, lýsti þessu þannig:

„Við sýnum hina hreinu ást Krists með óeigingjarnri þjónustu, því það er helgandi upplifun að liðsinna hvert öðru, sem upphefur þiggjandann og eykur auðmýkt veitandans.“ 5

Thomas S Monson forseti sagði eitt sinn að tækifærin til að gefa af okkur væru endalaus, en þau gætu líka auðveldlega glatast..6 Bæn mín er sú að við megum treysta heilögum anda til að bregðast við þeim andlegu hvatningum og verða þannig svar við bæn einhvers sem síðan verður okkur aukin helgandi upplifun.

 


1 Sjá boðskapinn Hlýð þú á hann á www.ChurchofJesusChrist.org/hearhim.

2 Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf, Russell M Nelson, aðalráðstefna, apríl 2018.

3 Beðið átekta á veginum til Damaskus Dieter F Uchtdorf, aðalráðstefna, apríl 2011.

4 Auk heilaga helgun – Sálmar 39.

5 Kjarni þess að vera lærisveinn – Silvia H. Allred, aðalráðstefna, apríl 2011.

6 Jólaboðskapur Æðsta forsætisráðsins – desember 2008.