Barselóna, Spánn

Tilkynning um staðsetningu Barselóna-musterisins á Spáni

Verður annað hús Drottins á Spáni

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið út staðsetningu Barselóna-musterisins á Spáni.

Kortið sýnir staðsetningu Barselóna-musterisins á Spáni.
Kortið sýnir staðsetningu Barselóna-musterisins á Spáni.

Þetta musteri verður byggt á vegamótum Avinguda de la Vía Augusta og Avinguda de la Clota, Sant Cugat del Vallès, Barselóna, Spáni. Áætlanir gera ráð fyrir tveggja hæða musteri, um það bil 2.500 fermetra að stærð. Aukabygging, um það bil 1.250 fermetra að stærð, með gistihúsi, komumiðstöð og dreifingarmiðstöð, verður líka byggð á um tveggja hektara landi. Russell M. Nelson, forseti kirkjunnar, tilkynnti fyrst um musterið í Barselóna á Spáni í apríl 2022. Þetta verður annað musteri landsins. Madríd-musterið á Spáni var vígt árið 1999. Á Spáni eru um 61.000 Síðari daga heilagir í yfir 130 söfnuðum. Melitón González Trejo, liðsforingi í spænska hernum, sem heimsótti Utah árið 1874, gegndi mikilvægu hlutverki við þýðingu Mormónsbókar á spænsku, eftir að hann gekk í kirkjuna. Fyrstu Síðari daga heilagir á Spáni voru skírðir á 5. og 6. áratugnum.

Enn er verið að þróa nákvæmar hönnunaráætlanir fyrir þetta musteri. Frekari upplýsingar, þar á meðal utanhússmyndir, verða birtar síðar. Tilkynnt verður á komandi tíma um dagsetningu fyrstu skóflustungu.

Verkefnastjórar munu fljótlega byrja að vinna með borgarfulltrúum að bráðabirgðaáætlunum fyrir þetta musteri og munu taka að leggja inn opinber skjöl á næstu mánuðum.

Síðari daga heilagir líta á musterin sem hús Drottins og helgustu tilbeiðslustaði jarðar. Musterin eru frábrugðin samkomuhúsum (kapellum) kirkjunnar. Öllum er velkomið að sækja guðsþjónustur á sunnudögum og aðra viðburði á virkum dögum í samkomuhúsum á heimasvæðum. Musterin gegna þeim megintilgangi að trúfastir meðlimir kirkju Jesú Krists geti tekið þátt í helgum athöfnum, svo sem hjónabandsvígslum sem sameina fjölskyldur að eilífu og staðgengilsskírnum í þágu látinna áa, sem ekki áttu möguleika á að láta skírast meðan þeir lifðu.