Trú á Krist á nýju ári

Boðskapur svæðisleiðtoga

Elder Axel H. Leimer
Öldungur Axel H. Leimer svæðishafi Sjötíu, Þýskalandi

Við lifum á miklum óróatímum.  Daglegar fréttir og eigin erfiðleikar gætu dregið úr okkur kjark og fyllt okkur ótta.[i]  Spámennirnir hafa hins vegar kennt að trúin reki burtu ótta og veki okkur bjarta von.[ii] Ritningarnar skilgreina trú sem traust á Jesú Krist. Við trúum að hann sé sonur Guðs og að hann hafi máttinn til að frelsa okkur fyrir friðþæginguna.

Trú á Drottin Jesú Krist er fyrsta frumregla fagnaðarerindisins.[iii] Trú gerir okkur mögulegt að:

·      Þóknast Guði;[iv]

·      Öðlast leiðsögn og liðsinni frá honum;[v]

·      Hljóta bænheyrslu og staðfestingu um sannleika;[vi]

·      Umbreytast í hjarta;[vii]

·      Iðrist og láta skírast;[viii]

·      Hljóta fyrirgefningu;[ix]

·      Verða vitni að máttugum kraftaverkum;[x]

·      Hljóta styrk;[xi]

·      Læknast;[xii]

·      Frelsast; [xiii]

·      Snúa til Guðs og lifa;[xiv]

·      Tileinka okkur hið góða;[xv]

·      Hjálpa foreldrum að kenna börnum sínum;[xvi]

·      Standast allt til enda.[xvii]

Trúin er dásamlegur jákvæður kraftur sem megnar að lyfta okkur ofar kvíða og áhyggjum og gerir okkur kleift að læknast í Kristi.  Uppspretta trúar takmarkast hvorki við hina styrku, né stöður eða stéttir.  Hún er aðgengileg öllum sem kjósa að fylgja Kristi og einföldum kenningum hans að iðrast og skírast.[xviii]   Þegar við höfum einsett okkur að meðtaka fagnaðarerindið og lifa eftir þessum kenningum[xix], þá mun jafnvel hinn veikasti okkar verða styrkur gjörður.[xx]  „Trú á Jesú Krist er gjöf frá himnum sem kemur þegar við veljum að trúa og þegar við leitum hennar og höldum í hana.“[xxi]  „Þegar við kjósum að fylgja Kristi í trú, frekar en að kjósa annan veg vegna ótta, erum við blessuð með þeirri afleiðingu sem er í samræmi við ákvörðun okkar.“[xxii]


Ef þið kjósið að endurnýja trú ykkar á þessu ári, getið þið fylgt þessum einföldu skrefum.  Í fyrsta lagi, þekkið og elskið frelsarann. Þið getið byrjað á því að hlusta á og lesa orð hans.[xxiii]  Einsetjið ykkur að fara alltaf í kirkju eða lesa ritningarnar; einkum Mormónsbók.  Lesið Mormónsbók með þeim ásetningi að þekkja betur frelsarann.  Þið gætuð merkt við allar tilvísanir sem tengjast eiginleikum og kenningum hans.  Í öðru lagi, einsetjið ykkur að lifa eftir kenningum hans, eftir því sem þið vaxið að trú.  „Þegar við trúum á Krist, viðurkennum við og tileinkum okkur friðþægingu og kenningar Krists. Við reiðum okkur á hann og orð hans. . . . Við trúum á Krist og eigum þá sannfæringu að hans vilji sé að við höldum öll hans boðorð. Við viljum sýna trú okkar með því að hlýða honum.“[xxiv]

Þegar við látum að því að koma til hans, þá mun þrá okkar aukast til að halda boðorð hans.[xxv]  Frelsarinn sagði einfaldlega: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“[xxvi]  Þessi orð eru ekki síður máttug þótt einföld séu.  Við ættum ekki að halda boðorðin af ótta, heldur af elsku.  Drottinn er að bjóða okkur að halda boðorð sín og varðveita lögmál hans sem eigin augastein og rita þau á hjartaspjöld okkar.[xxvii]  Drottinn sagði svo fyrir um hinn nýja sáttmála sinn á síðari dögum: „Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.“[xxviii]

Og hjörtu manna bregðast, þá getum við fundið styrk og frið í trú á Jesú Krist.  Kristur býðst til þess að létta byrðar okkar.[xxix]  Megum við, líkt og hinn veikasti allra, keppa að þeim styrk og upplifa nýtt ár með aukinni trú og fullvissu um eigin sáluhjálp.[i] K&S 88:89-91

[ii] 2 Ne 31:20

[iii] Trúaratriðin 1:4

[iv] Hebr 11:6

[v] 1 Ne 7:12; 1 Ne 16:28; Moró 7:26

[vi] K&S 10:47,52; Mósía 27:14; Moró 10:4

[vii] Mósía 5:7

[viii] 2 Ne 9:23

[ix] Enos 1:3-8

[x] 2 Ne 26:13; Eter 12:12; Moró 7:27-29, 34-38

[xi] Alma 14:26; Eter 12:27-28, 37

[xii] 3 Ne 17:8

[xiii] Mósía 3:12; Efe 2:8; 2 Ne 25:23

[xiv] He 8:15

[xv] Moró 7:28

[xvi] K&S 68:25

[xvii] K&S 20:25,29

[xviii] K&S 10:69

[xix] K&S 101:78

[xx] Eter 12:27; K&S 1:19; K&S 133:58

[xxi] Trú er val, ekki tilviljun Öldungur Neil L. Andersen í Tólfpostulasveitinni, aðalráðstefna, október 2015.

[xxii] Lifa í trú en ekki í ótta; Quentin L. Cook. Nóvember 2007

[xxiii] Róm 10:17

[xxiv] Boða fagnaðarerindi mitt: Leiðarvísir að trúboðsþjónustu (2004), 61-62.

[xxv] 1 Jóh 2:3

[xxvi] Jóh 14:15; Jóh 15:10; K&S 46:9; K&S 124:87; Mósía 13:14,

[xxvii] Okv 7:2-3

[xxviii] Jer 31:33

[xxix] Matt 11:30