Boðskapur svæðisleiðtoga

Trú, von og kærleikur = hamingja

Þrír fætur hamingjustólsins hljóta að vera hinar samþættu ritningarlegu dyggðir, trú, von og kærleikur.  Hvers vegna?  

Öldungur Matthieu Bennasar, Frakkland
Öldungur Matthieu Bennasar, Frakkland Svæðishafi Sjötíu

Þrír fætur hamingjustólsins hljóta að vera hinar samþættu ritningarlegu dyggðir, trú, von og kærleikur.  Hvers vegna?  Líklegast vegna þess að þær hafa öll Jesú Krist að þungamiðju. Svo og vegna þess að „gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með okkar lífsins aðstæður, en þess meira með það sem við einblínum á í lífinu.“1 Þegar Jesús Kristur er þungamiðja lífs okkar, þá ríkja hamingja og gleði, hvað sem á daga okkar drífur!

Þessar þrjár dyggðir eru heiminum óljósar, óskiljanlegar og áhrifalausar. Þær eru Drottni óbrigðular, lífgefandi og máttugar.  Sannlega er ekkert veigalítið, hverfult eða skammlíft við þær:

  • Í ritningunum er trú ekki tilgangslaus, ótraust tiltrú um að kannski fari allt vel í þetta sinn. Þess í stað er hún trú á Drottin Jesú Krist,2 hin friðsæla fullvissa um að sama hvaða ólgusjó við gætum siglt um, mun náð hans nægileg í hvert sinn, ef við siglum með honum.
  • Að sama skapi er hin trúarlega von ekki veraldleg von, sem snýst um ótrygga framtíðarþrá.  Hún er ekki þessi örvæntingarfulla ósk sem grípur okkur þegar uppáhalds íþróttaliðið okkar tapar síðasta leiknum og getur einungis unnið titilinn ef helsti mótherji þeirra tapar sínum næsta leik!  Nei, hin trúarlega von er „von í Kristi3 og beinist að hinum eilífu meðteknu loforðum og fullvissunni um að þau verði að veruleika í framtíð fyrir atbeina Jesú Krists:  Hin trúarlega von hvetur okkur því til stöðugrar, meðvitaðrar og áhrifaríkrar breytni.  Hún er ekki að krossleggja fingur þegar við getum ekkert gert til að hafa áhrif á tilætlaðan árangur:  Hún er að krossleggja hendur í bæn og bretta upp ermar og láta verkin tala. Von í Kristi gerir menn „örugga og trúfasta og ætíð ríka af góðum verkum.“4
  • Að lokum, þá er kærleikur ekki hin sértæka geta til að tjá öllum altæka viðurkenningu, heldur er hann „elska,“5 já, „hin hreina ást Krists,“6 sú elska sem hann ber til allra. Það er sú umbreytandi gjöf sem við hljótum þegar  „brjóst [okkar er] fullt af kærleika til allra manna,“7 ólíkt þeim sem sagði: „Ó, ég ann mannkyni! Það er fólkið sem ég á erfitt með…“

Þegar við tökumst á við erfiðleikatíma heimsins, veljum þá vandlega þann stól við setjumst á.


Stelpa að horfa í ljósið

Þar sem þessar dyggðir hafa allar Krist að þungamiðju og krefjast verka, auka þær okkur mátt í lífinu.  Kærleikurinn er æðstur þessara þriggja og sýnilegt einkenni lærisveinsins.8 Allar þrjár tengja okkur frelsaranum og þar af leiðandi okkur saman sem lærisveina hans. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er trúnni ætlað að mynda slík tengsl.9 Þessar dyggðir eru eins samtvinnuð og fræ, blóm og ávöxtur sömu jurtar, sem sýna mismunandi stig vaxtar og kraft til að blessa.

Óvinurinn myndi þó vilja að við sætum á vansældarstól hans, þjökuð af efa, örvæntingu og drambi.10  Efinn byrgir fyrir ljósið, örvæntingin skyggir sjóndeildarhringinn og drambið leiðir til einangrunar og einmannaleika.

Þegar við tökumst á við erfiðleikatíma heimsins, veljum þá vandlega þann stól við setjumst á. Óvissa nútímans gæti verið leið Drottins til að bjóða okkur að krjúpa frammi fyrir honum, að iðka trú á hann, að leyfa honum að lýsa upp von okkar og leita hjá honum að persónulegum ávexti okkar þegar við öðlumst gjöf kærleika til allra. Þegar við síðan verðum traustsins verðugri, síður hviklyndari, fúsari til verka, góðviljaðri, þolinmóðari, umhyggjusamari, dómmildari og skilningsríkari, munum við vissulega vita hvað hamingja er.


Russell M. Nelson, Gleði og andleg þrautseigja, okt. 2016

2 Fjórða trúaratriðið

3 Jakob 2:19

4 Eter 12:4

5 2. Nefí 26:30

6 Moróni 7:47

7 K&S 121:45

8 „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars“ Jóhannes 13 :35

9  Úr latneska orðinu religare, að tengja, binda saman,  Guði eða hvert öðru

10 Russell M. Nelson, A more excellent hope, jan. 1995 (á ensku)