Salt Lake City, Utah

Trúarleiðtogar á heimsráðstefnu bjóða fólki að innblása, byggja upp og lyfta öðrum

Meðan hin helga páskavika er haldin hátíðleg, komu milljónir manna saman um allan heim á aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, dagana 1.-2. apríl. Á fimm hlutum, sem voru sýndir í beinni útsendingu á 70 tungumálum, töluðu heimsleiðtogar kirkjunnar til meðlima og velunnara kirkjunnar og færðu þeim boðskap um Jesú Krist.

Öldungur Gary E. Stevenson í Tólfpostulasveitinni, hóf ráðstefnuna á því að vitna í N.T. Wright, enskan fræðimann í Nýja testamentinu, sem býður að við „leitum skapandi leiða til að halda upp á páska á nýjan hátt: með listum, bókmenntum, leikjum barna, ljóðalist, tónlist, dansi, hátíðum, bjöllum, sérstökum tónleikum, þar sem þetta er mikilvægasta hátíð okkar.“ Hann sagði ennfremur: „Ef við leggjum páskana til hliðar og við höfum ekki Nýja testamentið, þá er kristindómur ekki til.“

Bonnie H. Cordon, aðalforseti Stúlknafélagsins, sagði sanna gleði vera háð fúsleika hvers og eins til að koma nær Kristi og bera vitna um að hann sé persónulegur frelsari þeirra.

Á laugardagssíðdegishlutanum hvatti öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, foreldra til að hjálpa börnum sínum að styrkja trú á Jesú Krist, elska fagnaðarerindi hans og búa sig undir réttlátar ákvarðanatökur alla ævi sína. Hann fullvissaði áheyrendur um að Guð elskar og standi alltaf við hlið fjölskyldunnar.

Á sunnudagsmorgunhlutanum hvatti Camille N. Johnson, aðalforseti Líknarfélagsins, áheyrendur til að leita sér líknar í Jesú Kristi, sem fær létt byrðar og lyft byrðum. Líknarfélagið er kvenfélag kirkjunnar.

Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, lauk sunnudagsmorgunhlutanum með ákalli um fólk verði friðflytjendur og beri virðingu fyrir hvert öðru. Í heimi þar sem dónaskapur, aðfinnslur og illt tal um aðra er allt allt of almennt, ætti hver og einn að leitast við að fylgja frelsaranum með því að vera vingjarnlegur við aðra. Nelson forseti kenndi að kærleikur skilgreini friðflytjendur og að hún sé móefnið við deilum.

Á ráðstefnunni studdu kirkjumeðlimir líka breytingar á leiðtogaskipan kirkjunnar. Fimm nýir aðalvaldhafar Stjötíu voru kallaðir, þeirra á meðal öldungur Alan T. Phillips, fæddur í Kent á Englandi og öldungur Christophe G. Giraud-Carrier, fæddur í Lyon í Frakklandi.

Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu þjóna hinir Sjötíu sem „sérstök vitni“ og aðstoðarmenn postulana tólf „við að byggja upp kirkjuna og stjórna öllum málefnum.“

Í lok sunnudagssíðdegishlutans tilkynnti Nelson forseti áform um byggingu 15 nýrra mustera víða um heim, eitt af þeim í Hamborg í Þýskalandi. Þetta verður þriðja musterið í Þýskalandi, en hin tvö eru Frankfurt-musterið og Freiberg-musterið.

Í Evrópu eru 14 musteri, en sex musteri til viðbótar hafa verið tilkynnt á nýlegum ráðstefnum.