Trúboðar kirkjunnar í Evrópu greina frá meiri velgengni á tímum COVID-19 farsóttarinnar

Teikning af sjóferðum fornra spámanna úr ritningunum
Teikning eftir Systur Juliana Kessler, sem þjónar í Frakklandi París trúboðinu. Hún ber saman sjóferðir fornra spámanna úr ritningunum við tímabil sjálfseinangrunar sem trúboðar í Evrópu eru beðnir um að vera í. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Í nýlegu bréfi Æðsta forsætisráðs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu varðandi fleiri aðlaganir í trúboðsverki kirkjunnar, er minnst á að „þar sem það er mögulegt, munu trúboðar á sumum svæðum í heiminum halda áfram og klára sína venjulegu trúboðsþjónustu.“

Þetta á við um Evrópusvæðið, þar sem flest lönd eru nú undir ströngu aðhaldi til að sporna gegn áhrifum COVID-19 farsóttarinnar. Þessar hömlur hafa áhrif á Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilög í heild sinni, þar með talið á trúboðana sem ef til vill eru sýnilegasta andlit kirkjunnar út á við. Trúboðar í háum áhættuhópi hafa verið sendir heim eða sendir í önnur trúboðssvæði um allan heim, en meginþorri trúboðanna í Evrópu halda áfram á sínum kennslusvæðum og eru í einangrun og í skjóli íbúðanna sinna – eins og heilbrigðisyfirvöld ráðleggja í sérhverju landi. Þetta hefur hins vegar ekki stöðvað vinnuna. Reyndar hefur hún orðið áhrifaríkari og gengið betur á margan hátt.

Við munum greina frá hvernig ungir trúboðar sem þjóna í trúboði í  sjálfboðavinnu í 18 til 24 mánuði eru að þrauka sóttkví og hvernig þeir hafa fundið leiðir til að vera enn innblásnari og gera það besta úr erfiðri stöðu.

Trúboðsverk á tímum sóttkvíar

Systir Lauren Moss
Systir Lauren Moss, sem kemur frá Midway, Utah, er að þjóna í 18 mánaða trúboði á Ítalíu Róm trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Þegar COVID-19 farsóttin er nú að ná til allra heimshorna, og valda sóttkví og lokanir nánast alls staðar, hefur ákvörðunin um að halda trúboðunum áfram í þjónustu í Evrópu, hver í sínu landi og kennslusvæðum, sýnt sig sem innblásin. Kvíðastyrkurinn hefur lækkað smám saman aftur í venjulegt ástand og foreldrar þessa ungu trúboða sem eru nú að starfa heilshugar í íbúðunum sínum eru einhuga með ákvörðunina. Jim Moss, faðir Systur Lauren Moss, sem þjónar í Ítalíu Róm trúboðinu um þessar mundir, segir með áherslu að „það er frábært að heyra að þau eru kyrr um sinn. Við elskum ykkur öll og allt það sem þið eruð að gera fyrir anziani (Öldunga) okkar og sorelle (Systur).“

Öldungur Brendon Shupe
Öldungur Brendon Shupe þjónar sem trúboði um þessar mundir í Ítalíu Róm trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Brian og Lisa Shupe, frá Norður-Ogden, Utah, eru foreldrar Öldungs Brendon Shupe, sem einnig þjónar á Ítalíu. Þau tjáðu þakklæti sínu til Donalds E. Smith, forseta Ítalíu Róm trúboðsins, fyrir umönnun hans og kærleik gagnvart trúboðunum. „Kærar þakkir fyrir stöðugan kærleik þinn og umönnun fyrir trúboðana í Róm, Ítalíu. Guðrækna umönnun þín og afskipti eru mikils metin. Við sem foreldrar erum svo blessuð að hafa þig í þeirri stöðu þar sem þú ert. Við vitum og finnum fyrir því að það sé guðlegur ásetningur.“  Þau halda áfram og segja að þau „biðji fyrir öllum trúboðunum í Ítalíu Róm trúboðinu og um allan heim á meðan þessi faraldur heldur áfram að breiðast út.“ Þau ljúka með því að segja að þau styðji þá ákvörðun að halda trúboðunum í einangrun og senda þá ekki heim, „þar sem okkur finnst að það myndi aðeins auka áhættuna á smiti og við höfum sterklega á tilfinningunni að Drottinn hefur enn mikið verk að vinna á Ítalíu.“

Öldungur Lucas Koford
Öldungur Lucas Koford þjónar í Ítalíu Róm trúboði sem trúboði í sjálfboðavinnu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Aðrir foreldrar vita að synir þeirra og dætur eru að gera það rétta með því að vera áfram í trúboði sínu og aðstoða þannig eins og þau geta til að létta á brúnum hins góða fólks á Ítalíu og verða að ljósberum vonar og trúar. „Takk fyrir uppfærsluna“, segja Adam og Amy Koford, frá Farmington, Utah. Sem foreldrar Öldungs Lucas Koford, sem er að þjóna í Rómarborg, voru þau þakklát þeim skjótu samskiptum og staðfestu að „við klárlega viljum að Lucas Koford haldi áfram og við erum þakklát að hann geti það. Kærar þakkir fyrir allt sem þú ert að gera fyrir son okkar og fyrir alla trúboðana þarna.“ Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, vita þau að verkinu verður að halda áfram og ljúka með því að segja að þessir trúboðar eru „að standa sig svo vel og eru að gera það besta úr þessum kringumstæðum.“

Systir Claire Vellinga og Systir Alissa Dorman eru að þjóna saman í borginni Modena, í Ítalíu Mílanó trúboðinu, eitt af þeim svæðum sem varð hvað verst fyrir farsóttinni á Ítalíu. Frá Mílanó deila þær því sem þær hafa lært, nú þegar þær geta ekki verið úti á götunum til að gera sína hefðbundna trúboðsvinnu. Þetta er það sem þær sögðu trúboðsforseta sínum, Bart. D. Browning. „Þegar við fyrst heyrðum fréttirnar, urðum við ringlaðar og nokkuð niðurdregnar. Við spurðum okkur – hvernig gátum við haft velgengni þegar vinnan okkar myndi vera svo frábrugðin því sem við vorum vanar? Síðan kom að því að setja sér markmið, áætla og fullt af bænum fylgdu. Við ákváðum að þrátt fyrir kringumstæður okkar, ætluðum við að halda áfram að sjá hönd Drottins í vinnu okkar.“

Systir Claire Velinga
Systir Claire Velinga þjónar sem trúboði í Ítalíu Mílanó trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Brátt fengu þær hugmyndir. „Ein af fyrstu hugmyndunum sem okkur datt í hug var að gera stutt myndband. Við hugsuðum sem svo að við myndum ná til margra og dreifa mikilli von á þennan hátt. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem við gerðum. Reyndar bjuggum við til þáttaröð og merktum hana #diffonderelasperanza eða #spreadhope, sem voru stutt upplyftandi myndbönd um hluti eins og innblásin ritningarvers, sálmar huggunar, ættfræðiverk og einfaldar hugmyndir um þjónustu. Við sendum síðan þessi myndbönd til leiðtoga safnaðar okkar og báðu þá um að bjóða öðrum til að deila von á nýjan hátt og gefa þeim tækifæri til að hirðisþjóna meðlimum kirkjudeildarinnar.“ Áður en langt um leið, hófu þær að taka eftir árangri.  Með því að senda þessi myndbönd og með öðrum leiðum til að ná sambandi, enduðu þær með að fá samband við um það bil 15 kirkjumeðlimi sem sneru aftur, ásamt mörgum nýjum hugsanlegum vinum sem nú eru fúsir að vita meira um Guð og sæluáætlun hans, jafnvel á tímum mikillar óvissu.

Systir Alissa Dorman
Systir Alissa Dorman, frá Rexburg, Idaho, er fastatrúboði sem þjónar um þessar mundir í Ítalíu Mílanó trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Það sem meira var, Systir Sister Velinga og Systir Dorman sáu að aðrir meðlimir kirkjunnar byrjuðu að nota þessa nálgun sem tækifæri til að koma á fót stuttar kennslustundir með myndsímtölum við alla. „Þessar kennslustundir með myndsímtölum hafa leyft okkur að skipuleggja vikuleg símtöl með nokkrum kirkjumeðlimum sem sneru aftur sem við kennum eftir Kom fylg þú mér kennsluáætluninni, og færum þannig nám á fagnaðarerindinu aftur til heimila þeirra.“

Systir Sabrina Ceraso
Systir Sabrina Ceraso, frá Cedar Hills, Utah, þjónar sem trúboði í Ítalíu Mílanó trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Systir Sabrina Ceraso, frá Cedar Hills, Utah, varð vitni að svipaðri reynslu um að hljóta innblástur um hvað eigi að gera öðruvísi. Forfeður hennar eru frá Ítalíu og þjónar hún í borginni Vicenza, í norðausturhluta Ítalíu, tæplega 200 kílómetrum fyrir austan Mílanó. „Í kvöldbænum mínum hef ég lært að hlusta eftir opinberunum og skrifa þær niður á límmiða strax að bæninni lokinni, og bregðast þannig við innblæstri, vegna þess að ég veit að þær koma frá Guði. Geta mín til að taka við og bregðast við opinberunum hefur farið stigvaxandi. Ég hef einnig þroskast vegna þess að í þessari sjálfseinangrun hef ég tekið eftir raunverulegum breytingum.“ Hún heldur áfram að útskýra að „ég hef hlotið skýrari sýn á hinum óendanlega og einstaklingsbundnum krafti friðþægingar Krists, og hvernig iðrun þýðir að breytast, með einu skrefi í senn. Ég er nú líkamlega, andlega og vitsmunalega miklu færari, sveigjanlegri og meira undirbúin fyrir framtíðina en ég gat ímyndað mér að væri mögulegt fyrir einum mánuði síðan. Þetta hefur verið yndisleg þjálfunarreynsla fyrir hugann minn, líkama og anda, sem mér var gefin af himneskum föður mínum og ég myndi ekki vilja skipta henni út fyrir neitt!“

Sóttkví og samskiptafjarlægð gætu verið erfið til lengdar, en trúörvandi textar geta fært von og framsýni í þessum erfiðleikum. Paul J. Sorensen, forseti Frakklands Parísar trúboðsins, sendi bréf til allra trúboðanna í því trúboði, þar sem hann bauð þeim að halda út – og jafnvel þrífast – á meðan sóttkvíin stendur yfir með því að læra nokkur dæmi úr ritningunum sem sýna að einangrun er ekki svo óalgeng, og getur, með réttu hugarfari, hjálpað við að skerpa forgang sinn og  þroskað kristilega eiginleika.

Í því bréfi voru dæmi um Nefí í Mormónsbók, sem yfirgaf Jerúsalem með fjölskyldu sinni og ferðaðist yfir höfin til að komast til Vesturálfu, 600 árum fyrir Krist, og svipaða sjóferð fólks sem er þekkt sem Jaredítar mörgum árum áður. Það tók það 344 daga að komast yfir hafið þar til það komst að ströndum fyrirheitna landsins.

Systir Juliana Kessler
Systir Juliana Kessler, sem þjónar sem trúboði í sjálfboðavinnu í Frakklandi París trúboðinu. © 2020 by Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

Bréf Sorensens skilaði mörgum svörum, eitt þeirra með fallegri teikningu frá Systur Juliana Kessler, sem er frá St. George, Utah og er að þjóna í 18 mánaða trúboði í Frakklandi. Á teikningunni var tilvitnun úr ritningunum sem segir að Jaredítarnir „hættu ekki að lofa Drottin“ þegar þeir ferðuðust yfir hafið og hættu sér út í hið óþekkta. Eitthvað sem trúboðarnir í Evrópu eru að gera núna, og með þeim innblæstri sem þeir hljóta frá Drottni geta þeir aðstoðað við að líkna þeim sem í kringum sig eru og fært þeim þá von sem mikla þörf er fyrir.