Trúboðar í verki: Þjónusta sem umbreytir samfélögum

Sjálfboðaliðar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vinna með öðrum stofnunum við að aðstoða eftirlifendur Eaton eldsins safna nauðsynlegum vistum í auðlindamiðstöð fjölda-stofnanna (MARC) í Pasadena, Kaliforníu, miðvikudaginn 14. maí 2025.
Sjálfboðaliðar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vinna með öðrum stofnunum við að aðstoða eftirlifendur Eaton eldsins safna nauðsynlegum vistum í auðlindamiðstöð fjölda-stofnanna (MARC) í Pasadena, Kaliforníu, miðvikudaginn 14. maí 2025.

Sjálfboðaliðastarf er burðarás mannúðar-, velferðar- og sjálfsbjargarstarfs sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu starfar að um allan heim. Hinir 80,000 trúboðar kirkjunnar eru meðal þessara trúföstu sjálfboðaliða

Þessir trúboðar þjóna í 450 trúboðum kirkjunnar víða um heim, þar sem þeir skipa lykilhlutverk í samfélagsþjónustu, hreinsun eftir hamfarir og verkefnum sem tengjast velferðar- og sjálfsbjargarstarfi kirkjunnar.

Kraftur þessa sameiginlega átaks hefur verið sýnilegur á undanförnum mánuðum. Í maí 2025, hýsti kirkjan sex daga björgunarmiðstöð í Pasadena, Kaliforníu vegna skógarelda, í Pasadena stikumiðstöð sinni. Þetta samstarf við bandaríska Rauða krossinn, neyðarnet Los Angeles (ENLA) og veitendanet ENLA studdi um það bil 2,500 heimili sem urðu fyrir áhrifum af skógareldunum í Suður-Kaliforníu 2025.

Frá vinstri eru sjálfboðaliðar í fastatrúboði, Riann Joel og Mileini Fonokalafi, fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu að undirbúa gefins neyðarbirgðir til að hjálpa eftirlifendum Eaton eldsins í auðlindamiðstöð fjölda-stofnana (MARC) í Pasadena, Kaliforníu, fimmtudaginn 15. maí 2025.
Frá vinstri eru sjálfboðaliðar í fastatrúboði, Riann Joel og Mileini Fonokalafi, fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu að undirbúa gefins neyðarbirgðir til að hjálpa eftirlifendum Eaton eldsins í auðlindamiðstöð fjölda-stofnana (MARC) í Pasadena, Kaliforníu, fimmtudaginn 15. maí 2025.

Ungir trúboðar voru þarna til að aðstoða, veitandi von, sem mörg fórnarlömb brunans þurftu. Með óeigingjörnum verkum sínum lögðu þeir rækt við varanlegt góðverk.

Kevin Cox, forstjóri og stofnandi Hope Crisis Response Network, einna samtakanna sem voru til staðar, sagði: „Ég held ég hafi aldrei hitt trúboða sem hefur notað orðið ‚nei.‘ Það er frekar: ‚Við finnum út úr þessu. Við skulum sjá hvernig við getum gert þetta.‘ Kirkjan þarf að vera afar hreykin af trúboðum sínum. Þegar þið sendið þetta unga fólk út, er það að læra fullt af lexíum lífsins, en það er líka að sá svo frábæru fræi. Það er það sem við þörfnumst í landi okkar.“

Trúboðar voru einnig á staðnum í hinu hörmulega kjölfari fellibyljanna Helene og Milton, sem skullu á suðausturhluta Bandaríkjanna seint í september og byrjun október 2024. Í kjölfar óveðursins komu 21.284 sjálfboðaliðar kirkjunnar á sex vikna tímabili í fimm fylkjum til að hjálpa. Í kunnuglegum gulum bolum þjónuðu þeir náunganum í Norður- og Suður-Karolínu, Flórída, Georgíu og Tennessee.

„Það var þungt að sjá allt þetta eignatjón, en enn fremur áhrifin á fjölskyldur og einstaklinga,“ sagði öldungur Ahmad Corbitt, í svæðisforsætisráði kirkjunnar í suðausturhluta Norður-Ameríku. „Sá tími sem þúsundir meðlima okkar og trúboða hafa helgað þessu verki, ásamt matvælum, vatni og ýmsum öðrum vörum sem kirkjan hefur lagt fram, hefur liðsinnt vinum okkar og samferðafólki hvarvetna í suðri. Þetta var allt hluti af því að lifa eftir tveimur æðstu boðorðum frelsarans [elska Guð og elska aðra] og það var hvetjandi. Persónulega sá ég von og gleðitár í andlitum þakklátra viðtakenda.“

Öldungur Ahmad S. Corbitt af hinum Sjötíu (til vinstri) hreinsar brak í Asheville, Norður-Karólínu í október 2024.
Öldungur Ahmad S. Corbitt af hinum Sjötíu (til vinstri) hreinsar brak í Asheville, Norður-Karólínu í október 2024.

Trúboðsþjónusta lyftir samfélögum á annan mikilvægan hátt. Til dæmis, árið 2022, gengu trúboðar til liðs við aðra sjálfboðaliða í mikilvægu verkefni með Landssambandi til framdráttar lituðu fólki (NAACP) í San Francisco. Saman settu þeir upp áveitukerfi á samfélagsbýlinu Florence Fang sem veitir ferskan mat til fjölbreytts og van-þjónaðs samfélags sem býr í matvælaeyðimörk.

„Þetta er dásamlegur dagur,“ sagði öldungur Patrick Kearon, sem þá var meðlimur í forsætisráði hinna Sjötíu. „Við erum hér með alls konar bakgrunn, þjóðerni og menningu og vinnum öll saman að því að gera þennan einstaka matjurtagarð að betri stað. Og raunverulegur ávinningur dagsins er að vinna saman. Þegar samfélagið er almennt svona klofið þá dregur þetta alls konar fólk saman og við erum ánægð með að taka þátt í því.“

Sjálfboðaliðar tengja dropalínur við Florence Fang samfélagsbýlið í San Francisco laugardaginn 22. október 2022, sem hluti af mannúðarverkefni til að setja upp áveitukerfi sem mikil þörf var fyrir.
Sjálfboðaliðar tengja dropalínur við Florence Fang samfélagsbýlið í San Francisco laugardaginn 22. október 2022, sem hluti af mannúðarverkefni til að setja upp áveitukerfi sem mikil þörf var fyrir. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og Landssamtök til framdráttar lituðu fólki (NAACP) styrktu viðburðinn. Átakið mun tryggja að þeir sem búa við fæðuóöryggi á svæðinu fái ferskar afurðir til að borða.

Svipuð dæmi um trúboðsþjónustu má finna víða um heim. Fyrr á þessu ári tóku trúboðar til að mynda þátt í heilbrigðistrúboði á Filippseyjum sem söfnuður í Barangay Mintal, Davao-borg bauð til. Viðburðurinn bauð meðlimum samfélagsins upp á ókeypis líkamlega og andlega heilbrigðisþjónustu.

„Þetta heilbrigðisverkefni er skínandi dæmi um hvað það þýðir að annast hvert annað,“ sagði Yolanda Villaflor, meðlimur í samtökum eldri borgara í Garden Villas.

Davao West stika Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu heldur heilbrigðistrúboð í Mintal, Davao-borg, laugardaginn 26. apríl 2025.
Davao West stika Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu heldur heilbrigðistrúboð í Mintal, Davao-borg, laugardaginn 26. apríl 2025.

Í apríl tóku trúboðar á Kosta Ríkaþátt í þjónustudegi. Í samvinnu við samtökin Works of the Holy Spirit, hreinsuðu kirkjumeðlimir og trúboðar leiksvæði fyrir börn og kaþólsku sóknina í San José.

Kirkjumeðlimir og trúboðar hreinsa upp kaþólska sókn í San José, Kosta Ríka, 15.–16. apríl, 2025.
Kirkjumeðlimir og trúboðar hreinsa upp kaþólska sókn í San José, Kosta Ríka, 15.–16. apríl, 2025.

Í Papúa Nýju-Gíneu veittu trúboðar mikilvægt hjálparstarf eftir flóð á Parama-eyju í október 2024. Þegar flotprammi og litlir bátar sem fylgdu honum komu til eyjarinnar með mat, vatn, vatnssíur og segldúka, var vatnið of grunnt til að bátarnir gætu flutt vistirnar til þorpsins. Það næsta sem þeir komust var einn kílómeter frá landi.

Allan eftirmiðdaginn 29. október gengu þorpsbúar og trúboðar fram og til baka í gegnum tveggja kílómetra sjávarfallalaugar til að bera vistirnar í land og í kærkominn faðm þakklátra fjölskyldna.

Íbúi á Parama-eyju sækir vatnshreinsibúnað sinn, sem kirkjan sá fórnarlömbum flóða fyrir í október 2024.
Kirkjumeðlimir og trúboðar hreinsa upp kaþólska sókn í San José, Kosta Ríka, 15.–16. apríl, 2025.

Í júlí 2024 aðstoðuðu trúboðar við hreinsunarstarf í Saas-Grund, Sviss, eftir hrikalegt óveður.

„Það var hrífandi að sjá hvernig starf okkar bætir líf fólksins hér,“ sagði öldungur Tobias Kroes. „Í stað daglegra verkefna tókst okkur að afreka eitthvað virkilega þýðingarmikið með því að taka höndum saman.“

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve ánægjulegt það gæti verið að bera grjót allan daginn,“ sagði öldungur Leon Radtke.

Hópur trúboða frá Alpinetrúboði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fjarlægir grjót og brak 11.-13. júlí 2024, í kjölfar hrikalegs óveðurs í Saas-Grund, Sviss. (Mynd frá Judy Stüssi)
Hópur trúboða frá Alpinetrúboði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fjarlægir grjót og brak 11.-13. júlí 2024, í kjölfar hrikalegs óveðurs í Saas-Grund, Sviss. (Mynd frá Judy Stüssi)

Í Róm verja trúboðar og Síðari daga heilagir heimamanna einum degi í viku við að elda heitar máltíðir í góðgerðareldhúsinu Parrochia del Santissimo Redentore. Á jólunum útbúa þau gjafapoka með sælgæti og öðrum hlutum.

Trúboðar frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu búa sig undir að dreifa jólapokum í Parrochia del Santissimo Redentore í Róm, Ítalíu, í desember 2023.
Trúboðar frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu búa sig undir að dreifa jólapokum í Parrochia del Santissimo Redentore í Róm, Ítalíu, í desember 2023.

Öll þjónusta sem trúboðar taka þátt í á rætur í þrá til að fylgja tveimur æðstu boðorðum Jesú Krists: Að elska Guð og elska náunga okkar.

„Frelsarinn elskar öll börn Guðs, burt séð frá efnahagslegum aðstæðum þeirra, kynþætti, trúarbrögðum, tungumáli, stjórnmálaskoðunum, þjóðerni eða öðrum hópum. Það ættum við líka að gera!, sagði öldungur Dieter F. Uchtdorf. „Þau sem þjóna án þess að vænta verðlauna, munu hljóta mestu laun Guðs. Þau falla í skaut þeirra sem þjóna án lúðraþyts; þeirra sem sækjast eftir því að þjóna öðrum af hógværð; þeirra sem þjóna öðrum einfaldlega af því að þau elska Guð og börn hans.“