Uppfærsla á General Handbook [Almennri handbók] í ágúst 2021

Nýjasta uppfærsla ensku útgáfunnar General Handbook: Serving in the Church of Jesus Christ of Latter-day Saints [Almenn handbók: Þjóna í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu] var gefin út 4. ágúst 2021. Í henni er einn nýr kafli, tveir endurskrifaðir kaflar, einn lengdur kafli og margar uppfærðar stjórnsýslureglur. Í henni eru líka viðaminni breytingar í öðrum köflum.

Jesus and Child

Þessar breytingar hafa verið uppfærðar og gefnar út á ensku á ChurchofJesusChrist.org og í smáforritinu Gospel Library. Þær verða þýddar á önnur tungumál á komandi mánuðum. Þess er vænst að öll handbókin verði uppfærð á ensku fyrir árslok þessa árs.

Þessi uppfærsla handbókarinnar, sem hófst í febrúar 2020, er gerð með leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar.

Viðamestu uppfærslurnar eru eftirfarandi:

  • Kafli 4: „Leadership and Councils in the Church of Jesus Christ [Stjórnun og ráð í kirkju Jesú Krists].“ Fyrirsögn kaflans hefur verið breytt með því að bæta við „and Councils [og ráð].“ Kaflinn hefur verið lengdur með almennum upplýsingum um ráð, þar á meðal sumum sem áður voru í kafla 7.
  • Kafli 5: „General and Area Leadership [Almenn stjórnun og svæðisstjórnun].“ Þessi nýi kafli greinir frá starfi og ábyrgðarskyldum almennra leiðtoga og svæðisleiðtoga kirkjunnar og ráða. Hann greinir líka frá ábyrgð hinnar nýju köllunar ráðgjafa svæðissamtaka. Athugasemd: Það sem nýjum kafla 5 hefur verið bætt við, þá verður kafli 5 sem áður var („take Leadership [Stjórnun stiku]“) nú kafli 6. Það sem áður var kafli 6 („The Bishopric [Biskupsráð]“) er nú kafli 7. Efnið sem áður var kafli 7 („Councils in the Church [Ráð í kirkjunni“) verður nú í köflum 4 og 29.
  • Kafli 20: Starfsemi Í þessum endurskrifaða kafla er valkostur um að skipuleggja viðburðarnefnd deildar í fjölmennum deildum, leiðbeiningar fyrir einingar einhleypra fullorðinna sem hafa viðburði á mánudagskvöldi, uppfærðar leiðbeiningar um fjölstiku og svæðisviðburði og uppfærðar reglur er varða ráðstefnur Til styrktar ungmennum (TSU).
  • Kafli 30: „Callings in the Church [Kallanir í kirkjunni].” Í þessum endurskrifaða kafla eru leiðbeiningar um að meðlimir ættu að þjóna nægilega lengi í köllunum, sé það mögulegt, til að mynda sterk sambönd við þá sem þeir þjóna.   Í þessum kafla er líka útskýrt hver getur kallað ritara stiku og deildar og sett hann í embætti.

Annað nýtt og uppfært efni

Biskupsráð og stikuforsætisráð geta nú haft tvo aðstoðar-framkvæmdaritara til að hjálpa framkvæmdariturum deildar og stiku við skyldur sínar. Sjá kafla 6.4.1 og 7.3 til frekari upplýsingar.

Í nýjum inngangi um flóttafólk segir að „hluti af ábyrgð [Síðari daga heilagra] sé að annast hina þurfandi, . . bjóða fram eigin tíma, hæfileika og vináttu, til að flóttafólki finnist það velkomið í samfélag sitt.“ Í innganginum er lesendum beint að ChurchofJesusChrist.org/refugees. Aðskilinn kafli með yfirskriftinni „Immigration [Innflytjendur]“ (áður „Emigration of Members [Meðlimir sem flytja úr landi]“) undirstrikar að sami kærleiksandi sé sýndur innflytjendum.

Kaflinn með yfirskriftina „Political and Civic Activity [Stjórnmálalegar og borgaralegar athafnir]“ hefur verið uppfærður. „Meðlimir ættu ekki að dæma hver annan út frá stjórnmálalegum skoðunum,“ segir í kaflanum. „Trúfastir Síðari daga heilagir geta tilheyrt hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og kosið hina ýmsu frambjóðendur. Allir ættu að finna sig velkomna í umhverfi kirkjunnar.“ (Lesið álíka ábendingar frá Dallin H. Oaks forseta í aðalráðstefnu apríl 2021.)