Útför Monsons forseta

Monson forseti gengur út eftir aðalráðstefnu

Útför Thomas S. Monson forseta, leiðtoga Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fer fram í Ráðstefnuhöllinni við Musteristorgið, föstudaginn 12. janúar 2018, kl. 12:00 að hádegi, MST tími, eða kl. 19:00 að íslenskum tíma. Útförin verður opin almenningi, átta ára og eldri. Áhorf fyrir almenning, alla aldursflokka, mun verða fimmtudaginn frá  kl. 9:00  að morgin til kl. 8:00 að kvöldi í Ráðstefnuhöllinni.

Monson forseti lést sökum aldurs, 2. janúar 2018, í Salt Lake City, níutíu ára gamall. Hann var 16. forseti  í 187 ára sögu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og þjónaði sem forseti hennar frá 3. febrúar 2008.

Þeir sem koma í útför hans í Ráðstefnuhöllina (sem tekur 21.000 manns í sæti) þurfa að vera í sætum sínum ekki síðar en 11:30 að morgni. Sæti verða öllum aðgengileg og þeim sem fyrstir koma verður fyrst vísað til sætis. Sæti verða líka fyrir hendi í Laufskálanum, Hátíðarhöllinni og Leikhúsi Ráðstefnuhallarinnar, sem eru þar við hið, þar sem mögulegt er að fylgjast með útförinni á stórum skjá.

Útförin verður send beint út á MormonNewsroom.orgLDS.org (enska, spænska og portúgalska), á KSL TV, á KSL TV app, BYUtv, BYUtv Global, KBYUtv Eleven, BYUtv International, Mormon ChannelCanal Mormón (spænska) og í gegnum gervihnattakerfi kirkjunnar. Auk þess verða hljóðútsendingar á KSL Radio og BYU Radio.

Greftrun í kyrrþey mun síðan fara fram í kirkjugarðinum í Salt Lake City að útför lokinni.

Samúðarkveðjur er hægt að pósta á Facebook Monsons forseta eða með því að senda tölvupóst á condolences@ldschurch.org.

Í stað blóma, þá verður mögulegt að gefa fé í Mannúðarsjóð kirkjunnar eða Almennan trúboðssjóð kirkjunnar á give.lds.org/monson.

Eftirfarandi myndband sýnir stutt æviágrip Monsons forseta.