Verði ró – finna öruggt skjól í húsi Drottins

Boðskapur svæðisleiðtoga

Þegi þú, haf hljótt um þig!
Öldungur Alan T. Phillips
Öldungur Alan T. Phillips Svæðishafi Sjötíu

Báðir foreldrar Mary Ann Baker dóu úr berklum, er hún bjó með systur sinni og bróður í Chicago. Þegar bróðir hennar smitaðist af þessum sama hræðilega sjúkdómi, sá hún til þess að hann gæti farið í heitara loftslag í suðurhluta Bandaríkjanna. Heilsu hans hrakaði samt og hann dó því miður innan nokkurra vikna. Mary Ann og systir hennar voru harmi lostnar. Þær höfðu ekki ráð á því að leysa út lík bróður þeirra eða fjármagna sendingu þess og útför í Chicago. Mary Ann upplifði einhverjar erfiðustu og myrkustu stundir lífs síns í þessum aðstæðum.  Hún skrifaði: „Ég sagði í hjarta mér að Guð bæri ekki umhyggju fyrir mér eða mínum.“ [i] Henni fannst þetta meira en hún fékk afborið.

Öll höfum við upplifað storma í lífi okkar. Sorgir, missi, ótta, sjúkdóma, fjárhagserfiðleika, óvissuástand og hverskyns umrót. Slíkir stormar eru erfiðir og geta reynt á okkur til hins ítrasta. Líkt og með lærisveinana á Galelíuvatni, þá geta komið upp stundir þar sem okkur finnst við sökkva og við hrópum: „Meistari, hirðir þú ekki um, að vér förumst?“ [ii]

Á þessari illviðrisnóttu á Galíleuvatni, „hastaði [frelsarinn] á vindinn og sagði við vatnið: Þegi þú, haf hljótt um þig! Þá lægði vindinn og gerði stillilogn.“ [iii] Frelsarinn stillti storminn í hjarta Mary Ann Baker, á hennar myrkustu stund sorgar og missis og „vakti henni rósemd og dýpri trú og aukið traust.“ [iv] Í þessum endurvakta friði og nýju ró, orti hún texta hins dýrmæta sálms: „Herra, sjá bylgjurnar brotna.“   [v]

Alls enginn maður né myrkravald,

ei magnþrunginn hafsjór með öldufald.

Sjá, ég hef vald yfir vindi og sjó!

Verði ró,  Verði ró!

Við eigum ástkæran föður á himnum, sem skilur að við þurfum skjól eða öruggan stað í stormum lífsins til að fara á - - stað þar sem við erum óhult og njótum verndar.

Musterið getur verið mikilvægur öruggur staður í lífi okkar. Á hverjum degi færir lífið okkur áskoranir, óöryggi, ósamhljóma raddir og ókyrrð. Í húsi Drottins finnum við svör, styrk og hinn fyrirheitna frið Drottins. Við erum minnt á að við erum ekki einsömul. Við erum minnt á að Guð elskar okkar, að hann leiðir okkur enn og sér okkur fyrir leið til að koma til hans aftur og njóta friðar.

Himneskur faðir þekkir ykkur. Hann elskar ykkur. Hann skilur þarfir ykkar og áskoranir. Þegar við förum í musterið og tökum þátt í helgiathöfnum, opnast okkur nauðsynlegur skilningur til að takast á við óvissu og hina ýmsu lífsins storma.  

Öldungur Boyd K. Packer sagði: „Það er eitthvað hreinsandi og fræðandi við hina andlegu umgjörð musterisins. Stundum er hugur okkar svo upptekinn af vandamálum og það eru svo margir hlutir að berjast um athygli okkar á sama tíma, að við einfaldlega náum ekki að hugsa eða sjá skýrt. Í musterinu virðist truflunin hverfa, mistur og móða virðast léttast og við fáum ,séð‘ það sem við ekki sáum áður og fundið leið sem við ekki þekktum áður, út úr vanda okkar.“ [vi]  Úr sálminum,

Vor Guð hefur spámann gefið sitt mál

„Ei hræðstu, ég Guð þinn mun gefa þér mátt,

á göngunnar leið, sem þú fyrir þér átt.

Þó reynist í heiminum vegferðin vönd.“ [vii]

Hverjir sem stormarnir eru, hverjir sem árarnir eða mennirnir eru eða hvað það er sem herjar á, þá er ótti ástæðulaus. Okkar ástkæri himneski faðir hefur séð okkur fyrir öruggu skjóli. Í musterinu mun hann blessa ykkur. Í musterinu mun hann styrkja og vernda ykkur. Í musterinu munið þið skilja betur orðin: „Verði ró.“


[i] Ernest K. Emurian, Living Stories of Famous Hymns, Boston: W. A Widdle Co., 1955, bls. 83–85.)

[ii] Mark 4: 38

[iii] Mark 4:39

[iv] Karen Lynn Davidson, Our Latter-Day Hymns: The Stories and the Messages, Salt Lake City: Deseret Book, 1988

[v] Hymn nr. 105, Master, the Tempest is Raging. Texti: Mary Ann Baker, um 1874, (Sálmar, nr. 38), lag: H. R. Palmer, 1834–1907

[vi] „Preparing to Enter the Holy Temple,“ tekið úr The Holy Temple, eftir Boyd K. Packer (fáanlegt á lds.org)

[vii] Hymn nr. 85, How Firm a Foundation. Texti: Eignaður Robert Keen, um 1787, (Sálmar, nr. 21). Í fyrstu sálmabók SDH, 1835. Lag: Eignað J. Ellis, um 1889.

Fjölskylda fer til musterisins