Við getum fylgt spámönnum Guðs

Guð leiðir okkur með spámönnum: Fyrr og nú

Móse við brennandi runnann

Hvað er spámaður?

Spámenn eru sendiboðar frá Guði til barna hans. Þeir tala fyrir hönd Guðs og gera vilja hans ljósan. Biblían skráir mörg dæmi um spámenn, eins og Nóa, Jósep í Egyptalandi og Móses, sem Guð sendi börnum sínum á löngu liðnum tíma. Til forna kölluðu spámenn fólk til iðrunar og buðu því að fylgja boðorðum Guðs. Kennsla spámannanna var ekki alltaf vinsæl og margir þeirra þurftu að þola ofsóknir

Á þeim tíma er Jesús Kristur fæddist, höfðu ranglátir menn tekið marga spámenn af lífi. Þar sem þessir sönnu sendiboðar frá Guði höfðu verið drepnir, þá kenndu margir trúarleiðtogar falskar kenningar og rangsnéru boðorðum Guðs. Þegar Jesús Kristur hóf þjónustu sína, þá kenndi hann að nýju hinar hreinu kenningu og stofnsetti hina sönnu kirkju föður síns á jörðu. Hann skipulagði hina tólf postula og sendi þá til að kenna fagnaðarerindi sitt.

Er Kristur og postular hans voru smám saman teknir af lífi, byrjaði fólk að rangsnúa kenningum Krists til að laga þær að eigin þrám og löngunum (sjá Matteus 24:24). Hin sanna kirkja Krists var að lokum tekin af jörðunni og heimurinn fór inn í tímabil andlegs myrkurs og villu sem nefnt er fráhvarfið mikla.       

Eru spámenn til í dag?

Meðan á fráhvarfinu mikla stóð sendi Guð enga spámenn til jarðarinnar. Árið 1820, eftir margar myrkar aldir, talaði Guð hins vegar aftur og opinberaði vilja sinn ungum dreng að nafni Joseph Smith. Joseph var auðmjúkur, fjórtán ára bóndasonur sem baðst fyrir til að fá að vita í hverja af öllum kirkjum á jarðar hann ætti að ganga í. Sem svar við bæn Josephs þá birtust Guð faðirinn og Jesús Kristur honum. Þeir sögðu honum að ganga ekki í neina þeirra kirkna sem voru þá á jörðinni því að engin þeirra væri hin sanna kirkja hans (sjá Joseph Smith—Saga 1:1–20).

Joseph fylgdi því ráði sem hann fékk og seinna varð hann sá spámaður sem Guð notaði til að endurreisa hina sönnu kirkju sína á jörðu: Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu Eins og margir spámannanna til forna var Joseph ofsóttur og drepinn. Meðlimir kirkjunnar tilbiðja ekki Joseph Smith, en þeir heiðra hann vegna fórnar hans, spámannlegs starfs og köllunar.

Börn Guðs hafa verið blessuð á óteljandi máta í gegnum Joseph Smith Guð endurreisti innsiglunarvaldið, sem gerir fjölskyldum kleift að vera saman að eilífu, prestdæmið, hið sanna skipulag kirkju Jesú Krists og margan hreinan og einfaldan sannleika fagnaðarerindisins sem hafði glatast í gegnum aldir fráhvarfsins.

Joseph Smith og Oliver Cowdery

Hver er spámaður Guðs á jörðunni?

Allt frá tíma Josephs Smith, þá hefur Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu óslitið verið leidd af spámönnum. Eins og fornir spámenn gerðu, þá hvetja nútíma spámenn fólk til að fylgja Guði og hlýða boðorðum hans. Þeir hvetja fólk til að trúa á Jesú Krist, lifa siðferðilega hreinu lífi og þjóna öðrum

Spámaðurinn í dag þjónar einnig sem forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann þjónar með fjórtán öðrum mönnum sem eru þekktir sem Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin. Meðlimir kirkjunnar styðja þessa menn sem spámenn, sjáendur og opinberara. Spámaðurinn og aðrir meðlimir Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar tala til meðlima kirkjunnar og annarra sem tilheyra ekki kirkjunni, um allan heim, meðal annars tvisvar á ári, á samkomu sem kallast aðalráðstefna.

Hvernig get ég lært meira um spámenn?

Eruð þið forvitin um það hvernig ráðgjöf og leiðsögn spámanna getur blessað líf ykkar og hjálpað ykkur að finna hamingju? Til að læra meira um Joseph Smith og aðra nútíma spámenn, heimsækið mormon.org.