Praia, Grænhöfðaeyjar

Vígsla Praia musterisins á Grænhöfðaeyjum

Fyrsta musterið á eylandinu er 173. starfandi musteri kirkjunnar.

Vígsla Praia musterisins á Grænhöfðaeyjum

Öldungur Neil L. Andersen, meðlimur í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, vígði Praia-musterið á Grænhöfðaheyjum, sunnudaginn, 19. júní, 2022. Musterið sem er í höfuðborginni Praia á eyjunni Santiago, er fyrsta musterið í landinu og 173. musterið í heiminum.

Fyrir vígsluna stjórnaði öldungur Anderson hinni táknrænu hornsteinsathöfn sem merkir að byggingu er lokið og hið nýja musteri er tilbúið fyrir vígslu. Á bak við hornsteininn eru söguleg skjöl, munir og vitnisburðir meðlima kirkjunnar á Grænhöfðaeyjum.

Með öldungi Andersen í Tólfpostulasveitinni voru öldungur Rubén V. Alliaud, annar ráðgjafi í forsætisráði Mið-Evrópusvæðisins, öldungur Kevin R. Duncan, framkvæmdastjóri Musterisdeildarinnar og öldungur Roseveltt de Pina Teixeira, svæðishafi Sjötíu. Með þeim í för voru makar þeirra.

Russell M. Nelson forseti tilkynnti áætlanir um byggingu musterisins í Praia 7. október, 2018. Skóflustunguathöfnin fór fram 4. maí 2019.

Ytra byrði musterisins er í hlýjum tónum, með skrautskurði í portúgalskan kalkstein. Þetta er lágstemmd bygging með einföldum línum í samræmi við flestar hefðbundnar trúarlegar byggingar á Grænhöfðaeyjum.

Fyrir vígsluna komu ungmenni kirkjunnar saman á laugardeginum 18. Júní, 2022 fyrir trúarsamkomu með kirkjuleiðtogum, í samkomuhúsinu gengt musterinu.

Meira en tíu þúsund manns heimsóttu og skoðuðu musterið í 3 vikna opnu húsi, þar með talið trúarleiðtogar, forystumenn samfélagsins og íbúar úr nágrenni musterisins, ásamt meðlimum kirkjunnar. Meðal þeirra fyrirmanna sem heimsóttu musterið voru forseti Lýðveldis Grænhöfðaeyja, José Maria Neves og forsætiráðherrann, Ulisses de Correia e Silva.

Meðlimafjöldi kirkjunnar í Grænhöfðaeyjum er um 16.000 í 41. söfnuði og margir meðlimanna eru af annarri og þriðju kynslóð. Fyrstu trúboðarnir komu til Grænhöfðaeyja árið 1989.

Musteri Síðari daga heilagra eru frábrugðin samkomuhúsum eða kapellum þar sem meðlimir koma saman til tilbeiðslu á sunnudögum. Litið er á musterin sem „hús Drottins,“ þar sem kenningar Krists eru staðfestar með hjónabandi, skírn og öðrum helgiathöfnum sem sameina fjölskyldur um eilífð. Í musterinu læra meðlimir meira um tilgang lífsins og gera sáttmála um að þjóna Jesú Kristi og samferðafólki sínu.