Sögulegt skref í átt að stofnsetningu Síonar

Þriðja starfandi grein kirkjunnar á Íslandi stofnuð – Akureyrargrein

Óskar og Delilah með Særúnu
Nýkallaður greinarforseti Akureyrar, Óskar Guðmundsson ásamt konu sinni Delilah og dóttur þeirra Særúnu.

Á Íslandsráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem haldin var helgina 3.-4. mars 2018, uppfylltist draumur Norðlendinga með stofnun sjálfstæðrar greinar á Akureyri. Síðastliðin rúm tvö ár hefur hópur meðlima verið virkur þar fyrir norðan og haldið sakramentissamkomur með sístækkandi fjölda samkomugesta.

Óskar Guðmundsson hefur verið kallaður sem fyrsti greinarforseti Akureyrar en þó skal tekið fram að grein hefur áður verið starfræk þar á árunum 1987-1994. Óskar var einmitt ungur maður sem sótti kirkju með foreldrum sínum á þeim árum en flutti síðar til Ástralíu þar sem hann var búsettur í mörg ár.

Stofnun þessarar nýju greinar er að sjálfsögðu þýðingarmikið fyrir norðurlandið en einnig merki fyrir allt Ísland „til samansöfnunar á fólki mínu á síðustu dögum.“ (K&S 113:6).

Í viðtali við Óskar lýsir hann aðdragandanum að stofnun greinarinnar sem tekið var upp á myndband og sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Óskar Guðmundsson