Yfirlýsing Æðsta forsætisráðsins um vopnuð átök

Kirkjuleiðtogar biðja þess að „friður megi ríkja meðal þjóða og í okkar eigin hjörtum.“

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:

„Við erum harmi slegnir og höfum miklar áhyggjur af vopnuðu átökunum sem nú standa yfir. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er með meðlimi á hverju þessara átakasvæða, svo og um allan heim. Hugur okkar og hjörtu hafa snúist að þeim og öllum bræðrum okkar og systrum.

Við höldum áfram að biðja fyrir friði. Við vitum að varanlegan frið er að finna fyrir tilstilli Jesú Krist. Hann getur róað og huggað sál okkar, jafnvel mitt í hræðilegum átökum. Hann kenndi okkur að elska Guð og náunga okkar. 

Við biðjum þess að þessi vopnuðu átök taki skjótan endi, að deilumálum ljúki friðsamlega og að friður megi ríkja meðal þjóða og í okkar eigin hjörtum. Við biðjum leiðtoga heims að leita eftir slíkum lausnum og friði.“

Æðsta forsætisráðið