Opinber yfirlýsing

Yfirlýsing frá Dallin H. Oaks, forseta Tólfpostulasveitarinnar

Dallin H. Oaks, forseti Tólfpostulasveitar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, miðlaði eftirfarandi boðskap á samfélagsmiðlarásum kirkjunnar, mánudaginn 29. september 2025.

„Hjörtu okkar eru harmþrungin. Milljónir okkar syrgja fráfall okkar ástkæra spámanns og forseta, Russells M. Nelson. Hann var kær vinur og mikils metinn leiðtogi. Sígildar kenningar hans halda áfram að leiðbeina okkur og hjálpa við að finna huggun mitt í þjáningum, einkum í kjölfar nýlegs ofbeldis sem beindist að meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Michigan síðastliðinn sunnudag.

Hinn hræðilegi harmleikur sem átti sér stað í Grand Blanc, Michigan, 28. september, minnir okkur á helga ábyrgð okkar sem fylgjendur Jesú Krists. Við syrgjum með meðlimum sem hafa misst ástvini og við sameinumst í bæn um huggun, með öðrum víða um heim, sem hafa orðið fyrir álíka hörmungum. Við leitum öll svara og skilnings í kjölfar áfalla og sorgar. Við erum þakklát öllum þeim sem eru að liðsinna með þjónustu, bænum og stuðningsorðum á þessum erfiðu tímum.

Megum við öll hafa hugfastan þann sannleika að hvert okkar er ástkært barn Guðs. Frelsari okkar, Jesús Kristur, sigraðist á dauðanum með óendanlegri friðþægingu sinni og veitir okkur þá gleðilegu fullvissu að sérhvert okkar muni hljóta dýrðlega upprisu. Fyrir hönd Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, færi ég fjölskyldu og vinum þeirra sem hafa orðið fyrir þessum nýlega harmleik þessi orð og öllum öðrum sem kunna að upplifa missi og sorg á þessum tíma.“