Á sunnudagsmorgunhlutanum verður hátíðarsamkoma ásamt hósannahrópi.

Nelson forseti tilkynnir hátíðarsamkomu

Russell M. Nelson forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu tilkynnti laugardagsmorguninn, 4. apríl, 2020, að hluta sunnudagmorgunhluta aðalráðstefnu verði varið í heimslæga hátíðarsamkomu, þar sem hann mun leiða hina heilögu í hósannahrópi.

„Við biðjum þess að þessi ráðstefna verði minnistæð og ógleymanleg vegna þess boðskapar sem þið munið heyra, vegna hinna einstöku tilkynninga sem þar koma fram og þeirra upplifana sem ykkur verður boðið að taka þátt í,“ sagði Nelson forseti úr ræðustól samkomusalar skrifstofubyggingar kirkjunnar. „Til dæmis, þá munum við kalla ykkur saman við lok sunnudagsmorgunhlutans, í heimslægri hátíðarsamkomu, þar sem ég mun leiða ykkur í hinu helga hósannahrópi. Við biðjum þess að þetta verði andlegur hápunktur fyrir ykkur, er við tjáum Guði föður og ástkærum syni hans, hið djúpa þakklæti okkar, með því að vegsama þá á þennan einstaka hátt.

Hvað er hátíðarsamkoma?

Hátíðarsamkomur eru sérstakar helgar samkomur, sem haldnar eru af ýmsum helgum ástæðum. Þær krefjast krefst þess að Síðari daga heilagir komi sérstaklega andlega undirbúnir á þá samkomu. Þessar stundir hafa meðal annars verið þegar nýjir forsetar kirkjunnar eru studdir, musteri eða aðrar merkar byggingar (eins og Ráðstefnuhöllin) eru vígðar, nýjar ritningar eru kynntar, leiðsögn prestdæmisleiðtoga er veitt og í öðrum sérstökum tilefnum. Hinn sérstaki tilgangur hátíðarsamkomu sunnudagsmorgunhlutans, fyrir utan hósannahrópið, verður tilkynntur í ávarpi Nelson forseta.

Hvað er hósannahróp?

Hósannahróp er leið fyrir Síðari daga heilaga til að veita Guði föðurnum og syni hans Jesú Kristi heiður og lof. Þetta er sérstaklega athyglisverður viðburður er kirkjan heldur upp á 200 ára afmæli Fyrstu sýnar Joseph Smiths, þar sem guðlegar verur birtust.

Hrópið er tákn um viðbrögð fólksins gagnvart Jesú við sigurinnreið hans í Jerúsalem, í síðustu viku lífs hans. „Hósanna sé syni Davíðs: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“ segir í Nýja testamentinu.

Síðan burðarsteinninn var settur á sinn stað við athöfn árið 1892, hefur fólk veifað hvítum vasaklúti á sama tíma og það hefur hrópað hósannahrópið. „Fyrir þessa helgu reynslu munum við nota hreina, hvíta vasaklúta,“ útskýrði Nelson forseti, laugardagsmorguninn. „Ef þið eigið ekki slíkt, getið þið einfaldlega veifað hendi ykkar.“

Samkomusalurinn
Tómlegt var um að litast í samkomusal þeim sem notaður var fyrir útsendingu ráðstefnunnar.