Frá 1. júlí 2024 til 30. júní 2025 voru skírnir trúskiptinga þær hæstu í sögu kirkjunnar
Áhugaverð breyting á sér stað í hinu heimslæga trúarlega landslagi. Í Bandaríkjunum, til að mynda, virðist fækkun þeirra sem skilgreina sig sem kristna vera að jafnast út. Ýmsir höfundar og blaðamenn frá miðlum eins og New York Times til Vanity Fair hafa bent á að kristin trú sé að endurheimta fylgjendur.
Inn í þetta samhengi koma uppörvandi fréttir um hraðan vöxt Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Undravert vaxtarskeið kirkjunnar
Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, talaði til nýrra trúboðsleiðtoga í sumar í trúboðsskólanum í Provo, og miðlaði mikilvægu yfirliti yfir nýlegan vöxt kirkjunnar. Postulinn sagði að árið 2024 hafi 308.000 manns gengið í kirkjuna – aukning um 50.000 frá árinu 2023 og mesti fjöldi trúskiptinga í aldarfjórðung.

Öldungur Cook sagði trúboðsleiðtogum að frá 1. júní 2024 til 31. maí 2025, væru skírnir trúskiptinga fleiri en nokkurn tíma áður yfir 12 mánaða tímabil í sögu kirkjunnar. Á öllum svæðum heimsins varð hið minnsta 20% aukning á skírnum trúskiptinga á fyrsta ársfjórðungi 2025 miðað við sama tímabil árið 2024.
Það sama er að segja mánuði síðar. Á síðustu 12 mánuðum sem lauk 30. júní 2025, voru fleiri skírnir framkvæmdar í kirkjunni yfir nokkurt annað 12 mánaða tímabil í 195 ára sögu kirkjunnar.
„Þetta er eftirtektarvert,“ sagði öldungur Cook. „Ótrúlegt er að hvert svæði heimsins finnur þessa trúskiptinga á þann hátt sem er sniðinn að sérstökum þörfum og aðstæðum í þeirra tiltekna heimshluta. Að sjá þessar framfarir er hrífandi fyrir mig og ég vona að ykkur finnist þær líka mjög spennandi! Þetta er fordæmislaus og blessunarríkur tími til að þjóna sem trúboðsleiðtogi. Ykkur gefst það sérstaka tækifæri að vera hluti af einhverju mikilvægu og sögulegu. Hvílík blessun!“
Öldungur Cook hafði einnig orð á því að nýir meðlimir kirkjunnar sækja oftar vikulegar tilbeiðslusamkomur. Og hann sagði að viðleitni til að endurvirkja og kenna fólki sem áður var kennt, hafi leitt til næstum 40,000 skírna síðasta ár – sem eru tölur sem hafa farið vaxandi á undanförnum árum, þökk sé tækniframförum.
Á hinu árlega námskeiði fá nýir trúboðsleiðtogar ítarlega þjálfun sem beinist að því að búa unga trúboða undir að bjóða öðrum að „koma til Krists.“ Postular leggja áherslu á að hjálpa öðrum að skilja kenningu Krists og hljóta áhrifamiklar andlegar upplifanir sem munu hjálpa þeim að haldast virkir í trúnni. Stöðug aukning skírna um allan heim staðfestir þessa viðleitni.
„Við þökkum Drottni fyrir að leyfa okkur að sjá hönd hans í þessum merkilegu árangri,“ sagði öldungur Cook. „Hann er ástæðan fyrir þessum mikla vexti.“

Persónulegar sögur
Þessi vöxtur er merkilegur, ekki vegna fjöldans, heldur vegna lífs einstaklinga sem hefur breyst til hins betra fyrir tilverknað fagnaðarerindis Jesú Krists. Þetta má sjá í ýmsum persónulegum frásögnum, sem nýlega var deilt á megin Instagram-rás kirkjunnar.
Alphanso, Líberíumaður sem flutti til Bandaríkjanna árið 2017, hitti tvo trúboða í samfélagsskóla í San Diego, Kaliforníu. Þeir kynntu honum kirkjuna.
„Ég hafði aldrei átt í persónulegu sambandi við Guð áður,“ sagði Alphanso, „en eitthvað við það sem þeir sögðu fannst mér raunverulegt. Eins og það hefði tilgang.“
Kirkjusókn tengdi hann hinni ný fundnu trú hans.
„Þegar ég byrjaði að fara í kirkju var þetta öðruvísi. Fólki sýndi í raun umhyggju. Það spurði hvernig ég hefði það. Mér fannst ég vera séður á hátt sem ég hafði ekki upplifað áður,“ sagði Alphanso. „Ég lærði að biðja. Ég fann þennan hljóða styrk, eins og ég væri ekki lengur einn. Frá því hefur trú mín orðið hluti af því hver ég er. Hún heldur mér við efnið. Hún minnir mig á það sem skiptir máli – eins og fjölskylduna, þjónustu, að verða betri.“
Idrienne, lögfræðingur í Washington, D.C., ólst upp við að fara í trúarlega óháða kirkju með móður sinni. Þegar hún komst á fullorðinsárin hóf hún „óþreytandi“ leit að nýrri kirkju. Hún var að leita að stað með fólki á hennar aldri, stað þar sem hún gæti þjónað og stað þar sem fagnaðarerindi Krists væri hluti af daglegu lífi.
Sunnudag einn sótti hún söfnuð Síðari daga heilagra.
„Hlýja og góðvild safnaðarins höfðaði til mín,“ sagði Idrienne. „Í fyrsta skipti fannst mér ég hafa fundið það sem ég var að leita að. Ég hét sjálfri mér því, að ef ég fyndi aftur að ég tilheyrði, myndi ég halda áfram. Og það gerði ég.“
Hún hafði samband við trúboðana og var að lokum skírð.
„Þegar ég hugleiði hvar ég byrjaði – týnt og leitandi – og að sjá hvar ég er núna, umlukin ást, er eins og sönn gjöf,“ Idrienne. „Líf mitt, fjölskylda Krists sem ég hef fundið og samböndin sem ég hef byggt upp, eru allt hluti af ferðalagi sem heldur áfram að þróast. Ég myndi ekki skipta á þessu og neinu öðru.“
Eftir að hann flutti til Utah, varð Ali forvitinn um hvernig trú á Jesú Krist hefði áhrif á líf hinna nýju vina hans og hvernig hún væri í samanburði við trú hans.
„Ég man eftir því að hafa farið í kirkju í fyrsta sinn, þar sem ég fann fyrir heilögum anda á þann hátt sem ég hafði ekki áður gert,“ sagði Ali. „Það mýkti hjarta mitt og þó ég skildi ekki allt, opnaði það dyr að einhverju nýju.“
Þó að ferð Ali hafi ekki verið án erfiðleika segist hann ekki sjá eftir neinu.
„Að velja að fylgja Jesú Kristi er besta ákvörðun sem ég hef nokkru sinni tekið og það hefur leitt mig að dýpri skilningi á elsku Guðs,“ sagði hann. „Ég veit að vegferð mín er bara byrjunin og ég hlakka til að halda áfram að vaxa í trú og þjóna Jesú Kristi.“
„Það besta er enn í vændum“
Kirkja Jesú Krists er enn að vaxa og reynir að miðla ljósi og von, meira en 195 árum eftir stofnun hennar. Kirkjan hefur nú fleiri meðlimi en nokkru sinni áður (17,5 milljónir), trúboða (80.000), söfnuði (31.670), trúboð (450) og musteri (382). Kirkjan tekur þátt í fleiri mannúðarverkefnum en nokkru sinni áður (þar með talið 1.45 milljarða dollara í útgjöld árið 2024 eingöngu). Kirkjan heldur áfram að tengja hið hnattræna mannkyn í gegnum hina gjaldfrjálsu ættfræðiþjónustu FamilySearch, sem hefur nú yfir 20 milljarða uppflettanlegra nafna og mynda í skráasöfnum sínum.

Aukinn fjöldi ungs fullorðins fólks sem tekur þátt er líka mikilvæg. Þann vöxt má sjá í starfsemi Fræðsludeildar kirkjunnar. Í kirkjunni eru trúarskólar yngri deildar (trúarfræðsla fyrir ungmenni) og trúarskólar eldri deildar (trúarfræðsla fyrir fullorðna) um allan heim. Skólaárið 2023–24 náði innritun í trúarskólum yngri og eldri deilda sögulegu hámarki – 427.642 nemendur í trúarskóla yngri deildar og 384.095 í trúarskóla eldri deildar.
„Þegar þið heyrið þessar sögur: ‚Ó, fólk er að missa trúna‘ eða ‚Þau eru ekki virk í kirkju,‘ þá er hæsta hlutfall í sögu kirkjunnar að sækja trúarskóla yngri deildar. Það á líka við um eldri deildina,“ sagði öldungur Clark G. Gilbert, yfirmaður Fræðsludeildar kirkjunnar.
Þessi vöxtur, bætti hann við, er ekki bara í Afríku.
„Hann er líka hér í bandarískum stofnunum – Utah-háskóla, Arisóna-fylki [og öðrum], trúarskólar eldri deildar í Bandaríkjunum eru í örum vexti,“ sagði öldungur Gilbert.
Umtalsverður vöxtur er líka í háskólum kirkjunnar. Frá og með haustinu 2024, var metskráningarhlutfall í æðri menntunarstofnanir. BYU–Idaho var með sitt hæsta skráningarhlutfall (22.904).
Hvað skýrir þennan vöxt og þessa virkni? Öldungur D. Todd Christofferson sagði þetta vera það verk sem Guð er að vinna í hjörtum manna.
„Drottinn er að verki. Andinn vinnur í þessari kynslóð og hún skynjar hann,“ sagði öldungur Christofferson. „Helmingur þeirra sem starfa í Rexburg-musterinu í Idaho eru nemendur í BYU-Idaho háskólanum. Þetta er aðeins ein vísbending sem sýnir ykkur hvað er að gerast í andlegu lífi þeirra. … Ég trúi að þau séu að snúa sér til Drottins. Trú þeirra er að vaxa. Þau bregðast við andanum og andlegum hughrifum.“
Þegar litið er til framtíðar varðandi trúna, geta hinir trúuðu hvarvetna fundið mikla huggun í orðum Russell M. Nelson forseta kirkjunnar, sem minnir okkur á: „Hið besta er enn í vændum.“