Þau töluðu til okkar - vor 2018

Átaksverkefni mormóna að kynna væntanlega heimssamkomu

Systir Jean Bingham

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu mun hleypa af stokkunum nýjum myndböndum 14. mars 2018, til að auglýsa væntanlega aðalráðstefnu kirkjunnar.

Aðalráðstefna er höfð tvisvar á ári, þar sem mormónar hvarvetna um heim koma saman  til að hlýða á kirkjuleiðtoga tala um fjölmörg andleg málefni. Kynna má sér aðalráðstefnu betur hér.

Átaksverkefnið ber nafnið „Þau töluðu til okkar“ og samanstendur af 16 myndböndum með boðskap kirkjuleiðtoga sem þýddur er á 23 tungumál. Þessi myndbönd verða birt á Facebook og á evrópskum landssíðum kirkjunnar.

Fyrsta myndbandið er með öldungi Neil L. Andersen sem vitnar um það hvernig þjónar Drottins gera okkur kleift að heyra rödd Drottins á aðalráðstefnum með kenningum sínum.

Átaksverkefnið hefur að marki að vekja vitund um aðalráðstefnu, sem og að auðvelda fólki að búa sig huglega og andlega undir helgi með fjölda prédikana kirkjuleiðtoga.

Brian Cordray, útgáfustjóri Evrópusvæðisins, sagði: „Ákjósanlegast væri, og við vonumst til þess, að fólk horfði á þessi daglega útgefnu myndbönd og upplifði ljúfan anda hins innblásna boðskapar sem þau geyma, svo það veki því aukna þrá til að hlusta á aðalráðstefnu aprílmánaðar.

Cordray sagði líka: „Við fögnum yfir því að heyra frá okkar nýja spámanni, Russell M. Nelson forseta, og  hlökkum til að styðja hann, ráðgjafa hans, sem og alla aðra leiðtoga kirkjunnar.

Kynning aðalráðstefnu síðasta árs náði til 3.3 milljóna manna, fékk 1.3 milljónir áhorfa og 40 þúsund svaranir, ummæli og deilingar. Sú kynning varð til þess að auka vitund um þennan viðburð og vekja tilhlökkun til að heyra frá spámönnum, sjáendum og opinberurum mormóna.

Öllum er boðið að hlusta á aðalráðstefnu, sem verður 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Upplýsingar um hvernig horfa má á aðalráðstefnu beint má finna hér.