Æskufólk í Evrópu vegsamar mæður sínar

Stúlka talar um mömmu sína

Margar mæður eru dáðar fyrir gæsku, umhyggju og kærleika.  Nokkrir ungir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu heiðra trú mæðra sinna í eftirfarandi myndbandi:

[Smellið hér]

Þegar æskufólkið er beðið að tala um trú mæðra sínna, verður sumt af því tilfinningasamt þegar það segir frá.

Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er hugtakið „móðir“ „helgur titill konu sem fæðir eða ættleiðir börn… [og] viðheldur áætlun Guðs með því að sjá andabörnum Guðs fyrir jarðneskum líkama.“  Um hlutverk mæðra í lífi barna þeirra, sagði, öldungur Jeffery R. Holland, postuli kirkjunnar:

„Við allar mæður, hvarvetna, fortíðar, nútíðar og framtíðar, segi ég: ‚Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir að fæða börn, móta sálir og persónuleika, og sýna hina hreinu ást Krists.‘ Við móður Evu, Söru, Rebekku og Rakel, Maríu frá Nasaret og móður á himnum, segi ég: ‚Þakka ykkur fyrir ykkar mikilvæga hlutverk við að framfylgja hinum eilífa tilgangi.‘“

Mæðradagurinn á upptök í Bandaríkjunum árið 1908 og honum er enn fagnað víða um heim.  Í hinum ýmsu löndum í Vestur-Evrópu er mæðradegi fagnað á ólíka vegu, allt frá febrúar til júní.  Anna Jarvis, konan sem hjálpaði að koma á mæðradagshefðinni, sagði daginn vera til að heiðra mæður – „þeirri manneskju sem gert hefur meira fyrir ykkur hér í heimi en nokkur annar,“ samkvæmt fréttabréfi frá Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna. 

Meðlimafjöldi Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu í Evrópu er yfir 515.000 og yfir 16 milljónir á heimsvísu.