Æðsta forsætisráðið tilkynnir um aðalráðstefnu október 2025

Æðsta forsætisráðið tilkynnir um aðalráðstefnu október 2025

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur tilkynnt um væntanlega 195. síðari árlegu aðalráðstefnu, laugardaginn 4. október og sunnudaginn 5. október 2025.

„Aðalráðstefna býður upp á tækifæri til að meðtaka persónulega opinberun, er aðalleiðtogar kirkjunnar veita ráðgjöf og leiðsögn frá Drottni,“ segir í bréfi Æðsta forsætisráðsins til safnaðarleiðtoga, dagsett 4. september 2025, sem lesa á upphátt á sakramentissamkomu. „Við hvetjum alla til að hlusta á, læra, ígrunda og tileinka sér leiðsögnina sem þar verður gefin. Boðskapurinn verður birtur í Gospel Library appinu, á kirkjajesukrists.org og í tímaritum kirkjunnar til frekari skoðunar og lærdóms.

Í viðburðartilkynningu frá kirkjunni um ráðstefnuna, segir: „Fagnaðarerindi Jesú Krists kennir að hann lifir og að Guð elskar börn sín og heyrir og talar til þeirra. Persónulega leiðsögn hans og innblástur er mögulegt að upplifa gegnum leiðsögn lifandi spámanna, postula og leiðtoga Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. …

„Öllum er velkomið að hlýða á orð Guðs á síðari árlegri útsendingu aðalráðstefnu, þar sem leiðtogar miðla boðskap kærleika, vonar og gleði.“

Hin heimslæga útsending, sem er send út frá Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, samanstendur af fimm sérstökum 2ja klukkustunda hlutum:

Sunnudagur, 4. október
Morgunhluti: 10:00 til hádegis*
Síðdegishluti: 14:00 til 16:00
Kvöldhluti: 18:00 til 19:30

Sunnudagur, 5. október
Morgunhluti: 10:00 til hádegis
Síðdegishluti: 14:00 til 16:00

*Skráðir tímar eru Mountain Daylight Time (MDT)

Hvernig get ég horft eða hlustað á í beinni útsendingu?

Allir ráðstefnuhlutar verða í beinu streymi á útsendingarsíðu ChurchofJesusChrist.org á 80 tungumálum. Þið getið einnig horft og hlustað á YouTube rás aðalráðstefnu á 14 tungumálum, í Gospel Stream appinu á 11 tungumálum, Gospel Library appinu á 80 tungumálum og öðrum útvarps-, sjónvarps-, gervihnatta- og stafrænum rásum.

Hvernig get ég undirbúið mig?

Fyrir viðburðinn gætuð þið undirbúið ákveðnar spurningar. Hlustið síðan eftir ákveðnum orðum meðan á ráðstefnunni stendur sem tala til sálar ykkar. Samband ykkar við Guð mun styrkjast þegar ykkur finnst bænum ykkar og spurningum vera svarað.​

Hvernig get ég horft eða hlustað á síðar?

Eftir útsendinguna verða ræðurnar aðgengilegar á texta-, hljóð- og myndsniði á mörgum rásum á allt að 98 tungumálum til áhorfs eftir óskum og nám. Þær rásir eru Gospel Library, Gagnasafn, YouTube rás aðalráðstefnu, Gospel Stream, og Kirkjutímarit.

Hvernig fer ég á ráðstefnuhluta í Salt Lake City?

Ef þið eigið heima í Bandaríkjunum eða Kanada getið þið spurt staðarleiðtoga deildar eða greinar hvernig á að verða sér úti um aðgöngumiða á einhvern tiltekinn hluta. Aðgöngumiðum er dreift rafrænt til stika og umdæma. Stikuleiðtogar geta farið á þessi leiðarvísir til að kynna sér hvernig þeir geti notað kirkjuaðganginn sinn og dreift aðgöngumiðum til meðlima stiku. Ef þið búið utan Bandaríkjanna eða Kanada, biðjið þá stiku- eða umdæmisforseta ykkar að leggja fram beiðni um aðgöngumiða fyrir ykkar hönd. Forsetar geta byrjað að panta miða þremur mánuðum fyrir ráðstefnuna.

Athugið að ráðstefnumiðinn ykkar nýtist einnig sem samgöngu-passi, þegar þið ferðast til og frá ráðstefnuhlutum í Salt Lake City. Farið í röð fyrir utan Laufskálann 90 mínútum fyrir þann hluta sem þið viljið fara á til að bíða eftir sætum. Sjá Leiðbeiningar um viðburði Musteristorgsins fyrir frekari upplýsingar og takmarkanir.

Fleiri ráðstefnuúrræði