Áður en aðalráðstefna kirkjunnar hefst, er öllum boðið að horfa á sérstaka útsendingu til heiðurs Russell M. Nelson, ástkærum spámanni og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Nokkrir kirkjuleiðtogar munu flytja ávarp í þessari útsendingu. Þegar Nelson forseti lést, þann 27. september 2025, var hann, 101 árs að aldri, elsti leiðtogi alþjóðlegra trúarsamtaka.
Þessi alþjóðlega útsending verður í beinu streymi, miðvikudaginn 1. október, klukkan 10:00 að Fjallatíma á ChurchofJesusChrist.org, YouTube, BYUtv og KSL og verður tiltæk á 13 tungumálum.
Opinber útför Nelsons forseta, ásamt opinberri kistulagningu, verður haldin í vikunni eftir aðalráðstefnuna í október, sem fer fram samkvæmt áætlun. Öllum er boðið að hlýða á orð Guðs fyrir milligöngu hinna kölluðu postula og kirkjuleiðtoga hans, á fimm hlutum þessarar heimsútsendingar, 4. og 5. október.
Dagskrá viðburða til heiðurs Russells M. Nelson forseta
1. október: Útsending – „Til heiðurs Russells M. Nelson“
- Þessi viðburður er lokaður almenningi, en er tiltækur gegnum útsendingu. Nokkrir kirkjuleiðtogar og The Tabernacle Choir at Temple Square, munu minnast lífs Russells M. Nelson forseta.
- Tiltækur í beinni útsendingu kl. 10:00 að Fjallatíma og samkvæmt eftirspurn á ChurchofJesusChrist.org, YouTube, BYUtv og KSL.
- Tungumál: Hefðbundin kínverska, kantónska, franska, þýska, ítalska, japanska, kóreska, mandarín, portúgalska, rússneska, spænska, bandarískt táknmál og enska.
6. október: Opinber kistulagning
- Gestum á öllum aldri er boðið í opinbera kistulagningu, mánudaginn 6. október, frá kl. 9:00 til 20:00 í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City.
7. október: Opinber útför
- Útförin verður haldin frá Ráðstefnuhöllinni á Musteristorgi, þriðjudaginn 7. október 2025, kl. 12:00 að Fjallatíma. Útförin verður opin almenningi, átta ára og eldri. Aðgangsmiða verður krafist og verða þeir tiltækir á netinu fimmtudaginn 2. október. kl. 10:00. Húsið verður opnað kl. 10:30. Þau sem eru viðstödd útförina, skulu fá sér sæti eigi síðar en kl. 11:30. Skrifstofubyggingar kirkjunnar á Musteristorgssvæðinu verða lokaðar frá kl. 11:00 til 15:00. Útförin verður send út um allan heim á ChurchofJesusChrist.org, YouTube, BYUtv og KSL og hefst klukkan 12:00 að Fjallatíma. Frekari upplýsingar um tungumál verða veittar síðar.
Nelson lést sökum aldurs, 27. september 2025, á heimili sínu í Salt Lake City, 101 árs að gamall. (Lesa meira um ævi hans.) Hann var 17. forseti í 195 ára sögu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og þjónaði sem forseti hennar frá 14. janúar 2018.
Greftrun í kyrrþey mun fara fram eftir útförina.
Hægt er að setja samúðarkveðjur á Facebook og Instagram-síður Nelsons forseta eða senda þær með netpósti til sendcondolences@ChurchofJesusChrist.org.
Í stað blóma, verður mögulegt að gefa fé í Mannúðarsjóð kirkjunnar, sem aðstoðar fólk á neyðarstundu, eða Almennan trúboðssjóð kirkjunnar.