Öldungur Gérald Caussé er kallaður í Tólfpostulasveitina

Öldungur Gérald Caussé er kallaður í Tólfpostulasveitina

Öldungur Gérald Caussé er nýjasti meðlimur Tólfpostulasveitar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann var kallaður fimmtudaginn 6. nóvember 2025 og vígður samdægurs af Dallin H. Oaks forseta og öðrum meðlimum Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar.

„Ég hef alltaf átt vitnisburð um Jesú Krist,” sagði öldungur Caussé á fimmtudag. „Hann hefur alltaf verið miðpunktur lífs míns. Ég veit að Jesús Kristur lifir. Ég veit að hann er frelsari okkar og lausnari. Hve dásamlegt það er að vera vitni um Krist. Það er besta ábyrgðin eða ráðsmennskan sem við gætum haft í lífi okkar.”

 

Öldungur Gérald Caussé í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Öldungur Gérald Caussé í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

ostular eru sérstök vitni nafns Krists um allan heim. Þeir gegna einnig mikilvægri stjórnunarábyrgð, hafa umsjón með rekstri og þróun alþjóðlegrar kirkju. Tólfpostulasveitin er næstæðsta ráðandi einingin í stjórn kirkjunnar. Hún þjónar undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins, sem er skipað af forseta kirkjunnar og tveimur ráðgjöfum.

Öldungur Caussé, 62 ára, er ættaður frá Bordeaux í Frakklandi. Þegar hann var kallaður var hann á sínu ellefta starfsári sem yfirbiskup kirkjunnar. Hann var þriðji yfirbiskupinn fæddur utan Bandaríkjanna og sá fyrsti sem hefur ensku sem annað tungumál. Yfirbiskupsráðið hefur umsjón með málefnum líkt og mannúðarmálum, velferðarverkefnum, tíund og föstufórnum, húsnæðismálum og aðildarskýrslum, ásamt fleiru. Meðlimir þess ferðast líka oft til að þjóna kirkjumeðlimum um heiminn.

 

Öldungur Caussé þjónaði einnig sem ráðgjafi í Yfirbiskupsráðinu (2012–2015) og aðalvaldhafi Sjötíu (2008–2012).

Öldungur Caussé fæddist 20. maí 1963, sonur Jean Caussé og Marie-Blanche Bonnet Caussé, og flutti til Parísar þegar hann var 19 ára. Þar þjónaði hann eitt ár í herþjónustu. Hann hóf tilhugalíf með Valérie Babin, sem hann hafði þekkt frá því að þau voru börn, er þau voru í sömu deild í París. Bæði eru af annarri kynslóð Síðari daga heilagra. Foreldrar öldungs Caussé skírðust þegar hann var sex mánaða gamall; foreldrar Valérie gengu í kirkjuna þegar hún var 3 ára.

Þau giftust 5. ágúst 1986 í Bernarmusterinu í Sviss og eiga saman fimm börn.

Öldungur Gérald Caussé og eiginkona hans, Valérie, tala um hina nýju köllun hans í Tólfpostulasveitina frá Minningarbyggingu Josephs Smith á Musteristorginu í Salt Lake City, fimmtudaginn 6. nóvember 2025.
Öldungur Gérald Caussé og eiginkona hans, Valérie, tala um hina nýju köllun hans í Tólfpostulasveitina frá Minningarbyggingu Josephs Smith á Musteristorginu í Salt Lake City, fimmtudaginn 6. nóvember 2025.

Fyrstu verkefni öldungs Caussé sem aðalvaldhafa gerðu það að verkum að Valérie og þrjú barna þeirra voru flutt til Þýskalands og síðar til Bandaríkjanna. Caussé-hjónin lofuðu börn sín fyrir að takast á við þessa erfiðu flutninga.

„Þetta var ekki auðvelt að gera,” sagði öldungur Caussé. „Við dáumst að þeim fyrir að vera svona þolgóð. Þau mögluðu aldrei. Þau fluttu með okkur og breyttu lífi sínu. Og við dáumst að þeim sem dvöldu áfram í Frakklandi, fyrir að hafa ekki foreldra sína nálæga í 17 ár.”

„Þau hvöttu okkur,“ bætti systir Caussé við. „Eitt þeirra sagði okkur að hún gréti á hverju kvöldi, en hún sagði ekkert nema bara hvatningarorð. Við erum svo stolt af þeim.“

Hluti af þjónustu öldungs Caussé sem aðalvaldhafa, hefur tengst hinni upprennandi kynslóð. Í ágúst 2025 minnti hann til dæmis ungt fullorðið fólk á, að það verk að safna saman Ísrael væri það mikilvægasta sem ætti sér stað í dag – og sem Síðari daga heilagir, væru þau kölluð til að vera hluti af því.

„Kirkjan þarfnast ykkar — ekki þrátt fyrir það sem þið eruð, heldur vegna þess sem þið eruð,“ sagði öldungur Caussé. „Hvert ykkar kemur með einstakar gjafir og lífsreynslu sem eru nauðsynleg til að uppfylla tilgang Drottins.“

Nýi postulinn hefur einnig flutt þýðingarmiklar ræður um mikilvægi þess að annast sköpunarverk Guðs. Á ráðstefnu í Brasilíu árið 2023 talaði hann til dæmis til eitt hundrað ungra Síðari daga heilagra fagaðila um nálgun kirkjunnar varðandi umhverfislega sjálfbærni.

„Guð hefur treyst okkur fyrir ráðsmennsku yfir sköpunarverki sínu, þar með talið umönnun barna sinna – bræðra okkar og systra,“ sagði öldungur Caussé. „Að sinna þessari ráðsmennsku er leið til að miðla kærleikanum sem skaparinn sýnir okkur. Allir lærisveinar Krists ættu að skynja mikilvægi þess að blessa fjölskyldu sína og samfélagið sem þeir búa í.“

Mikilvægast er að hann hefur einblínt á vonina sem er að finna í Jesú Kristi, en það er efni sem hann minntist á í síðustu aðalráðstefnuræðu sinni.

„Þessi boðskapur vonar og huggunar er fyrir okkur öll, börn Guðs,“ sagði öldungur Caussé í apríl 2025. „Ekkert okkar fær flúið áskoranir og takmarkanir jarðlífsins. Við fæðumst þrátt fyrir allt með eðlislæga vanhæfni til að frelsa okkur sjálf. Við höfum þó kærleiksríkan frelsara og ‚vér vitum, að vér frelsumst fyrir náð [hans], að afloknu öllu, sem vér getum gjört‘ (2. Nefí 25:23).”