Þessi 20 mínútna þáttur mun miðla því sem börn um allan heim hafa gert til að fylgja Jesú Kristi með þjónustu

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur tilkynnt að í barnaþættinum Frá vini til vinar í september 2025, verði öldungur Patrick Kearon, í Tólfpostulasveitinni, og eiginkona hans, Jennifer.
Útsending þáttarins er í umsjá aðalforsætisráðs Barnafélagsins og ber hann heitið „Miðla elsku Jesú með þjónustu,“ og mun fjalla um það sem börn frá Filippseyjum, Nýja-Sjálandi, Texas, Mexíkó og Alabama hafa gert til að fylgja Jesú Kristi með þjónustu.

Í janúar bauð aðalforsætisráð Barnafélagsins Barnafélögum um allan heim að skipuleggja árlegt þjónustuverkefni. „Við vonum að þetta heimslæga verkefni hjálpi börnum að skilja að þau eru mikilvægur hluti af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og geta lagt sitt af mörkum á þýðingarmikinn hátt,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráði Barnafélagsins. „Þegar börnin þjóna munu þau vaxa að elsku til frelsarans og finna gleði þegar þau miðla öðrum elsku hans.“
Þetta upptekna efni í 20 mínútna útsendingu þáttarins Frá vini til vinar má nota heima eða í Barnafélaginu til að kenna börnum um fagnaðarerindi Jesú Krists. Í þættinum verður líka boðið upp á tónlist og heimsókn frá piparfuglinum Louie.
Hann verður tiltækur frá og með laugardeginum 6. september, klukkan 10:00 Á eftirfarandi rásum á Utah-sumartíma:
- Gospel for Kids YouTube (enska)
- El Evangelio para niños (spænska)
- Evangelho para Crianças (portúgalska)
- L‘Évangile pour les enfants (franska))
- Gospel Stream appið (enska, spænska, portúgalska og franska; hlaða niður appinu á Apple Mobile, Apple TV, Google Play, Google TV, Roku og Amazon Fire tæki)
- ChurchofJesusChrist.org (bandarískt táknmál, kantónska, cebuano, hollenska, enska, evrópsk portúgalska, finnska, franska, þýska, ítalska, japanska, kóreska, norska, mandarín, portúgalska, rússneska, samóska, spænska, sænska, tagalog, tonga og úkraínska)
- BYUtv
Öll útsendingin og hlutar hennar verða áfram aðgengilegir á netinu eftir 6. september, til stuðnings fyrir kennslu heima eða í kirkju. Börn geta horft á þennan viðburð hvenær sem er á Gospel for Kids, YouTube og Gospel Library í Barnafélagshópum eða heima.
Í þættinum Frá vini til vinar mun einnig verða föndur. Börnin ykkar gætu viljað safna saman þessu efni fyrirfram til að taka þátt:
- Blöð
- Skæri
- Vaxlitir eða tússlitir
- Límband eða lím
-September-2025-Friend-to-Friend-craft.jpg)