Það sem Biblían kennir okkur um Guðdóminn: Himneskan föður, Jesú Krist og heilagan anda.

Lærið það sem við vitum um Guð, Jesú Krist og heilagan anda.

Kenning Síðari daga heilagra kennir að Jesús Kristur kom til jarðar sem bókstaflegur sonur Guðs og fylgdi vilja föðurins í öllu.
Kenning Síðari daga heilagra kennir að Jesús Kristur kom til jarðar sem bókstaflegur sonur Guðs og fylgdi vilja föðurins í öllu.

Eins og meiri hluti hins kristilega heims þá trúa Síðari daga heilagir (einnig þekktir sem mormónar) á Guð föðurinn, Jesú Krist og heilagan anda. Ólíkt sumum kristnum, sem trúa á heilaga þrenningu, þá trúa mormónar að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu aðskildar persónur. Faðirinn og sonurinn hafa báðir dýrlegan líkama úr holdi og beinum og heilagur andi hefur einungis líkama úr anda, en allir þrír meðlimir Guðdómsins eru fullkomlega sameinaðir í tilgangi og kærleika til okkar (sjá Jeffrey R. Holland, “The Only True God and Jesus Christ Whom He Hath Sent,” Ensign eða Liahona, nóv. 2007, 40–42).

Kenningar Síðari daga heilagra um Guð föðurinn

Mormónar trúa því að hver karl, kona og barn á jörðinni sé andabarn Guðs, hins fullkomlega elskandi himneska föður. Guð vill að hvert og eitt barna hans sé hamingjusamt og hann vinnur að eilífri velferð barna sinna (sjá HDP Móse 1:39). Kenningar Síðari daga heilagra kenna að við bjuggum öll með Guði sem andar áður en við fæddumst og að við þráðum að verða eins og hann. Guð skapaði hamingjuáætlun sem myndi leyfa öllum börnum hans að fæðast á jörðina til að öðlast reynslu, vera endurleyst fyrir trú á Jesú Krist, deyja, vera reist upp aftur og að snúa aftur til að lifa með Guði. Áætlun Guðs var byggð í kringum friðþægingarfórn Jesú Krists og á hæfni einstaklingsins til að velja fyrir sig sjálfan hvort hann vildi fylgja áætluninni. Guð faðirinn talar ekki oft sjálfur í ritningunum, en þegar hann gerir það þá er það til að bera vitni um son hans, Jesú Krist (sjá Matteus 3:17). Er við lærum að þekkja Jesú Krist, þá lærum við einnig að þekkja föðurinn (sjá Jóhannes 14:9–10).

Kenning Síðari daga heilagra um Jesú Krist

Síðari daga heilagir trúa að Jesús Kristur hafi verið útvalinn til að vera frelsari okkar löngu áður en að við fæddumst. Þó að hann hafi verið hinn almáttugi skapari heimsins og Jehóva Gamla testamentisins þá fæddist Jesús Kristur samt við fábrotnar aðstæður (sjá Lúkas 2). María mey var jarðnesk móðir hans og Guð var raunverulegur faðir hans. Síðari daga heilagir trúa því einnig að þar sem Jesús Kristur hafi verið eina fullkomna persónan til að lifa á jörðinni þá var hann einnig sá eini sem gat friðþægt fyrir syndir og ófullkomleika okkar. Hann þjáðist ómælanlega mikið í Getsemanegarðinum og á krossinum, til að greiða fyrir syndir okkar og til að geta huggað okkur í þjáningum okkar (sjá Lúkas 22:41–44). Hann gerði ávalt vilja föður síns. Síðari daga heilagir trúa kenningum Biblíunnar um að Jesú Kristur hafi bókstaflega verið reistur upp og sé dýrleg, fullkomin vera og að hann muni, dag einn, snúa aftur til að ríkja í krafti og mikilli dýrð á jörðinni (sjá Gospel Principles[2009], 257–62).

Kenningar Síðari daga heilagra um heilagan anda

Heilagur andi er eini meðlimur Guðdómsins án efnislíkama. Andalíkami hans gerir honum kleift að tjá börnum Guðs allstaðar kærleika Guðs, frið og gleði. Líkt og kennt er í Biblíunni: „Ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska [og] hógværð“ (Gal 5:22–23). Kenning Síðari daga heilagra kennir að heilagur andi geti huggað okkur, kennt og hjálpað okkur við að þekkja muninn á réttu og röngu. Heilagur andi mun einnig alltaf bera vitni um föðurinn og soninn. Allir geta fundið fyrir áhrifum heilags anda, en einungis þeir sem hafa verið skírðir og staðfestir, hafa rétt á því að hafa heilagan anda ávallt með sér.

Lærið meira

Vilt þú vita meira um Guð föðurinn, Jesú Krist, heilagan anda og kærleika þeirra til þín? Til að læra meira um áætlun Guðs varðandi ykkur og líf ykkar, heimsækið mormon.org.