Þjónusta frelsarans og við

Boðskapur svæðisleiðtoga

Þjónusta frelsarans og við
Öldungur Massimo de Feo, Ítalíu
Öldungur Massimo de Feo, Ítalíu Fyrsti ráðgjafi, svæðisforsætisráði Evrópu

Um jólin höldum við upp á fæðingu frelsarans. Við hugsum um hann, dáum hann og tilbiðjum og hugleiðum það sem hann gerði fyrir okkur. Svo þegar kemur að páskum, minnumst við hans aftur. Við skynjum eilíft þakklæti fyrir friðþægingu hans og höldum upp á upprisu hans af gleði og lotningu.

Er við hugsum um þessa stöku viðburði í lífi frelsarans, hvernig getum við einblýnt meira á það sem gerðist á milli þessara heilögustu atburða í lífi hans, fæðingar hans og dauða? Hvernig fögnum við lífi hans, daginn inn og daginn út, umfram það að halda einungis upp á þessa einstöku viðburði sem mörkuðu upphaf og endi hans heilaga verks hér á jörðu.

Í ræðu hans til Nefítanna, kenndi hann: „… Þér vitið, hvað yður ber að gjöra … því að það, sem þér hafið séð mig gjöra, skuluð þér og gjöra …“[i]

Hin eina sanna leið til að fagna Kristi er að fylgja honum í þjónustunni, dag eftir dag, ekki einungis á jólum og páskum.

Því meira sem ég læri um þjónustu frelsarans og reyni að líkja eftir honum, kemst ég betur að því að mikilvægustu eiginleikar þjónustu hans eru: Hvernig hann elskaði; hvernig hann þjónaði; og hvernig hann stóðst.

elska aðra, er upphaf þjónustu okkar á sama hátt og það var upphaf þjónustu frelsarans. Hann kom því hann elskaði okkur og föðurinn meira en sig sjálfan. Þar af leiðandi sýnum við kærleika okkar til frelsarans og fögnum þjónustu hans þegar við þjónum öllum börnum Guðs af kærleika, ekki vegna þess að við höfum hlotið verkefni sem ‚hirðisþjónar,‘ heldur vegna þess að við elskum aðra eins og hann gerði. Við þjónum ekki eftir verkefnalista heldur af kærleika.

þjóna í ríki hans, er þýðingamikill þáttur í þeirri þjónustu að byggja upp kirkjuna, framkvæma helgiathafnir fagnaðarerindisins og gera öllum börnum Guðs kleift að snúa aftur til hans. Frelsarinn þjónaði viðstöðulaust í því ríki sem hann stofnaði, með valdsumboði prestdæmisins, og sýndi hve mikilvægt það er að þjóna í kirkjunni. Þjónusta er kjarni hirðisþjónustu okkar á sama hátt og hún var kjarni í þjónustu frelsarans. Hann hófst handa með skírnarathöfninni til að uppfylla sáttmálann með viðeigandi valdsumboði og þessu næst kallaði hann lærisveina sína til þjónustustarfsins, til að þjóna þrotlaust til enda, við að byggja upp ríki Guðs á jörðu.

standast til enda, er sá þáttur í starfi okkar sem sýnir endanlega hver hin sanna trú okkar er. Drottinn gafst aldrei upp, hann hætti aldrei, hann dró aldrei af sér eða neitaði að þjóna. Að sjálfsögðu átti frelsarinn sínar ‚stundir,‘ þar sem honum fannst hann einn og yfirgefinn af öllum umhverfis. Hans var freistað en hann stóðst það. Hann varð óvinsæll, hæddur og svívirtur, en hann hætti aldrei að einblína á hið eilífa ætlunarverk og baðst aldrei lausnar frá hinu heilaga verkefni sínu. Hann gaf föðurnum hið sanna merki trúar sinnar með því að standast til enda. Einungis þá sagði hann: ‚Það er fullkomnað…‘[ii]

Hvernig munum við sýna trú okkar þegar okkar er freistað, við erum þreytt eða lítilsvirt? Þegar áhrif heimsins skekja líf okkar eða við stöndum frammi fyrir stormum veikinda eða tilfinningalegra eða stundlegra vandamála, mun trúin þá veita okkur styrk? Munum við standast eins og frelsarinn?

Russel M. Nelson forseti sagði: „Þrautseigja allt til enda merkir að við munum ekki biðja um aflausn frá köllun til þjónustu. Það þýðir að við munum halda ótrauð áfram í leit að verðugu markmiði. Það þýðir að við munum aldrei, nei aldrei, gefast upp á villuráfandi ástvini. Hún merkir að við munum ávallt varðveita okkar eilífu fjölskyldusambönd, jafnvel í gegnum erfiðan tíma sjúkdóma, fötlunar eða dauða.“[iii]

Þegar við reynum að líkja eftir þjónustu frelsarans, munum við finna kraft fyrir líf okkar. Þegar við elskum, þjónum og stöndumst eins og hann gerði, getum við notið máttar sjálfs frelsarans í lífi okkar.

Þegar við þjónum eins og hann gerði, verða fæðing hans, dauði og upprisa þýðingarmeiri fyrir okkur. Við munum fara að skilja að jól og páskar eru ekki eins dags minningarhátíð, heldur fögnuður alla daga yfir lífi frelsarans.

Hver dagur verður ný andleg endurfæðing fyrir okkur, jafnvel ný andleg upprisa, þar sem okkar „náttúrlegi maður“ deyr, svo við fæðumst og lifum að nýju í Kristi.

Megum við halda jólin hátíðleg með því að fylgja honum í helgri þjónustu hans, til að verða sífellt líkari honum, hvern dag lífs okkar, einn dag í senn.


[i] 3. Nefí 27:21

[ii] Jóhannes 19:30

[iii] Russel M. Nelson – Gratitude for the Mission and Ministry of Jesus Christ – BYU Devotional 18. ágúst, 1998