Russell M. Nelson, spámaður og leiðtogi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fagnaði 100 ára afmæli sínu 9. september 2024. Hann heldur áfram að leiða heimskirkju með þrótti og hluttekningu.
Í júní fór Nelson forseti með á samfélagsmiðla boð til fólks um að fagna afmælinu sínu með því að fylgja fordæmi Jesú og liðsinna hinum „eina“ nauðstadda og vísaði til dæmisögunnar í Nýja testamentinu um týnda sauðinn. Margir hafa deilt reynslu sinni af því að vera „hinn eini“ og að hafa hjálpað „hinum eina“ á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #99plus1.
Þann 5. og 6. október, mun hinn 100 ára gamli spámaður miðla boðskap vonar, friðar og kærleika á aðalráðstefnu kirkjunnar, sem er heimslæg samkoma Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Öllum er boðið að taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í 21.000 sæta Ráðstefnuhöll kirkjunnar í Salt Lake City í Bandaríkjunum og er send út beint á yfir 70 tungumálum.
Eitt af því sem mikil eftirvænting ríkir um á aðalráðstefnu, er hin mögulega tilkynning um ný musteri sem byggð verða víða um heim. Undir stjórn Nelsons forseta hefur byggingu mustera um allan heim miðað hratt áfram. Frá því að Nelson forseti varð forseti Kirkju Jesú Krists í janúar 2018, hefur hann tilkynnt um staðsetningu nýrra mustera á hverri aðalráðstefnu.
Tilkynnt hefur verið um nokkur ný musteri á Norður-Evrópusvæðinu á þessu tíma, í Osló, Birmingham, Edinborg og Praia. Á sama tíma og sumar kirkjur eru að loka dyrum sínum, er kirkja Jesú Krists að bæta við helgum byggingum til að mæta þörfum trúfastra fylgjenda hvarvetna.
Nelson forseti mun ásamt öðrum kirkjuleiðtogum, körlum og konum, tala á hinum fimm hlutum aðalráðstefnunnar. Tónlist á flestum hlutanna verður í höndum hins heimsfræga kórs Tabernacle Choir at Temple Square.
Hvernig horfa skal á aðalráðstefnu
Allir ráðstefnuhlutar verða í beinu streymi á broadcasts.ChurchofJesusChrist.org á yfir 70 tungumálum. Einnig er hægt að horfa á þær á YouTube aðalráðstefnurás kirkjunnar og á öðrum útvarps-, sjónvarps-, gervihnattar- og stafrænum rásum.
Að útsendingu lokinni, verður boðskapurinn aðgengilegur til áhorfs, hlustunar og lesturs á YouTube aðalráðstefnurás kirkjunnar og öðrum stafrænum rásum kirkjunnar, sem og í tímaritum kirkjunnar.