53 ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar koma saman til samráðs

Ungt fullorðið fólk víða um Evrópu kemur saman í Sviss yfir helgi til samráðs.

Hópur ungs fullorðins fólks frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, víða að úr Evrópu, kom saman á ráðstefnu í Zollikofen, Sviss, í lok ágúst 2021. Þau fengu heimsókn fá ráðandi leiðtogum kirkjunnar svo sem öldungi Erich W. Kopischke í forsætisráði Evrópusvæðisins, ásamt svæðishöfum Sjötíu og ráðgjöfum svæðissamtaka. Þau tóku einnig þátt í rafrænum myndfundi með öldungi David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni.

Nýkallaðir ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar hittast í Zollikofen, Sviss í ágúst.
Nýkallaðir ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar hittast í Zollikofen, Sviss í ágúst.

Hópurinn samanstóð af nýkölluðum ráðgjöfum uppvaxandi kynslóðar, sem styðja uppvaxandi kynslóð og staðarleiðtoga kirkjunnar í Evrópu. Aðalstaðsetning viðburðarins var í nálægð musterisins í Sviss, þar sem hópurinn tilbað saman á laugardeginum. Frekari dagskrá fól í sér þjónustuverk fyrir hjúkrunarheimili á svæðinu og önnur samfélagsverkefni. Rúmlega 60 manns tóku þátt í umræðum í nokkrum umræðuhópum og var rætt um hvernig lifa mætti betur og nýta eftirfarandi lykilreglur kirkjunnar:

  • Lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists
  • Annast þá sem eru þurfandi
  • Bjóða öllum að meðtaka fagnaðarerindið
  • Sameina fjölskyldur um eilífð

„Þetta er sannarlega sögulegur viðburður á Evrópusvæðinu“, sagði öldungur Kopischke. „Það að hafa ungt fólk alsstaðar að frá Evrópu, samankomið til að ráðgast saman, þjóna og upplyfta hvert öðru og samfélagi þeirra, er kjarni fagnaðarerindis Jesú Krists. ,“ hélt hann áfram.

Á rafrænum myndfundi var öldungur David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni í beinu streymi frá Salt Lake City, til að veita þjálfun og svara spurningum áhorfenda.

Ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar í rafrænni umræðu við öldung David A. Bednar í beinni útsendingu
Ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar í rafrænni umræðu við öldung David A. Bednar í beinni útsendingu

„Hinar margvíslegu leiðbeiningar frá postula, svæðisvaldhöfum og samræður við jafnaldra mína, urðu til þess að ég fann til mikillar nálægðar við himneska foreldra mína og verkið sem þau vilja að ég framkvæmi,“ sagði Leanda Akuoko frá Bretlandi.

„Hvað mig varðaði, þá var þessi helgi einn stór vitnisburður um það hvernig kynslóð okkar er tilbúin og fús til að takast á við áskoranir okkar tíma, að við erum hluti af lifandi kirkju og að allt sem við gerum verður að snúast um að hjálpa fólki að koma nær Kristi, einum í senn,“ sagði Daniel Adriano frá Lissabon, Portúgal. „Ég er spenntur að fara aftur til Portúgal og miðla öllu sem ég upplifið og lærði,“ hélt hann áfram. 

Irene Kabongo frá París, Frakklandi, sagði: „Mér hefur alltaf fundist ég vera auðkennd sem Evrópubúi, en í fyrsta sinn fannst mér ég einnig vera hluti af Kirkju Jesú Krists á Evrópusvæðinu.“ Hún heldur áfram: „Ég fann fyrir styrk, því það voru engin líkamlegir eða andlegir annmarkar á milli okkar allra.“

Ben Warner frá Bretlandi sagði: „Þegar við komum saman á bæði helgum og félagslegum vettvangi, fann ég fyrir innblæstri og tengingu við aðra. Öll þessi upplifun staðfesti trú mína á að þessi kirkja er staður þar sem við fáum dafnað, gefið af okkur og fundið að við tilheyrum.“

Undir handleiðslu svæðisforsætisráðsins, er það hlutverk ráðgjafa uppvaxandi kynslóðar að leiðbeina hinni uppvaxandi kynslóð og taka þátt í leiðtogaráðum á heimasvæðum og svæðum kirkjunnar í Evrópu.

Öldungur Erich W. Kopischke veitir ráðgjöfum uppvaxandi kynslóðar leiðsögn.
Öldungur Erich W. Kopischke veitir ráðgjöfum uppvaxandi kynslóðar leiðsögn.