Útsending 190. aðalráðstefnu fyrrihluta árs

  Útsending 190. aðalráðstefnu fyrrihluta árs

  Heima hjá sérhverjum - þátttaka í gegnum Netið

  Öllum meðlimum kirkjunnar er boðið að taka þátt í 190. aðalráðstefnu kirkjunnar, fyrrihluta árs. Þeim sem aðhyllast öðrum trúarbrögðum er velkomið að koma á aðalráðstefnu. Þetta verður sérstök ráðstefna sem markar 200 ár síðan Joseph Smith hlaut fyrstu sýnina sína.

  Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitin og aðrir aðalvaldhafar og yfirmenn kirkjunnar munu koma fram með andríkan boðskap og leiðsögn á fimm ráðstefnuhlutum. Fjórir þeirra eru hinar hefðbundnu samkomur fyrir einstaklinga og fjölskyldur laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl kl. 16:00 og 20:00 að íslenskum tíma.

  Aðeins á þessari ráðstefnu, mun sú samkoma sem venjulega hefur annaðhvort verið prestdæmissamkoma eða kvennasamkoma, vera samkoma fyrir allar stúlkur og Líknarfélagið ásamt fyrir alla Arons- og Melkíseksprestdæmishafa. Verður hún haldin laugardagskvöldið um miðnætti.

  Allir tímar miðast við rauntíma og beina útsendingu frá Salt Lake City. Á Íslandi verður að öllu óbreyttu sendar út þýdd ráðstefna eins og hefur verið, þ.e.:

  Laugardaginn 4. apríl kl. 16:00 - Bein útsending frá laugardagsmorgun

  Sunnudaginn 5. apríl kl. 9:00 - Endurútsending á sameiginlegum fundi

  Sunnudaginn 5. apríl kl. 12:00 - Endurútsending frá síðdegishluta laugardags

  Sunnudaginn 5. apríl kl. 16:00 - Bein útsending frá sunnudagsmorgun

  Sunnudaginn 5. apríl kl. 20:00 - Bein útsending frá síðdegishluta sunnudags

  Athugið að þessir tímar eru gefnir með fyrirvara og geta þeir breyst vegna þeirra sérstöku aðstaðna sem við erum í.

  Athugið einnig að til þess að fylgjast með íslensku rásinni, þarf að smella á sérstaka slóð sem hér fylgir:

  Fyrir áhorf á laugardaginn: Smellið hér (kóði er 82105).

  Fyrir áhorf á sunnudaginn, fyrri helmingur: Smellið hér (kóði er 72832).

  Fyrir áhorf á sunnudaginn, seinni helmingur: Smellið hér (kóði er 51434).

  Sjá nýlega birta grein Aðalráðstefna apríl 2020 ,verður ólík öllum öðrum fyrri ráðstefnum‘.