Útsending 190. aðalráðstefnu fyrrihluta árs

  Útsending 190. aðalráðstefnu fyrrihluta árs

  Ásabraut 2, Garðabæ

  Öllum meðlimum kirkjunnar er boðið að taka þátt í 190. aðalráðstefnu kirkjunnar, fyrrihluta árs. Þeim sem aðhyllast öðrum trúarbrögðum er velkomið að koma á aðalráðstefnu. Þetta verður sérstök ráðstefna sem markar 200 ár síðan Joseph Smith hlaut fyrstu sýnina sína.

  Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitin og aðrir aðalvaldhafar og yfirmenn kirkjunnar munu koma fram með andríkan boðskap og leiðsögn á fimm ráðstefnuhlutum. Fjórir þeirra eru hinar hefðbundnu samkomur fyrir einstaklinga og fjölskyldur laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl.

  Aðeins á þessari ráðstefnu, mun sú samkoma sem venjulega hefur annaðhvort verið prestdæmissamkoma eða kvennasamkoma, vera samkoma fyrir allar stúlkur og Líknarfélagið ásamt fyrir alla Arons- og Melkíseksprestdæmishafa.

  Frekari upplýsingar og tímasetningar verða veittar er nær dregur þessum viðburði.