Mesazh i Presidencës së Parë

Æðsta forsætisráðið hvetur Síðari daga heilaga til að nota grímur þegar þörf krefur og láta bólusetja sig gegn KÓVID-19

„Við getum unnið þetta stríð ef allir fylgja skynsömum og ígrunduðum ábendingum heilbrigðissérfræðinga og stjórnmálaleiðtoga“

Æðsta forsætisráðið hvetur Síðari daga heilaga til að nota grímur þegar þörf krefur og láta bólusetja sig gegn KÓVID-19

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið út eftirfarandi tilkynningu fimmtudaginni 12. ágúst, 2021, til meðlima kirkjunnar um allan heim:

Kæru bræður og systur,

við stöndum í stríði við eyðingarmátt KÓVID-19 og afbrigða hennar, hinn þráláta faraldur. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu þessara vírusa. Við vitum að einungis er hægt að fá vernd fyrir sjúkdómunum sem þeir valda með hjarðónæmi afar hás hlutfalls íbúafjölda.

Til þess að takmarka útbreiðslu þessara vírusa, hvetjum við til þess að grímur séu notaðar á almennum samkomum þar sem ekki er mögulegt að koma við félagslegri fjarlægð. Til að veita persónulega vernd frá slíkum alvarlegum sýkingum, hvetjum við einstaklinga til að láta bólusetja sig. Þau bóluefni sem eru í boði hafa bæði reynst örugg og áhrifarík.

Við getum unnið þetta stríð ef allir fylgja skynsömum og ígrunduðum ábendingum heilbrigðissérfræðinga og stjórnmálaleiðtoga. Vitið að við elskum öll börn Guðs og berum mikla umhyggju fyriri þeim.

Æðsta forsætisráðið

Russell M. Nelson
Dallin H. Oaks
Henry B. Eyring