Almenningi boðið að skoða musterið í Lissabon, Portúgal 

Lissabon musterið

LISSABON — Almenningi er boðið að skoða fyrsta musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Portúgal. Musterið í Lissabon, Portúgal, verður öllum opið til skoðunar, frá laugardeginum 17. ágúst 2019, til laugardagsins 31. ágúst 2019, að sunnudögum undanskildum. Almenningi er boðið að bóka sig á https://www.churchofjesuschrist.org/temples/open-houses?lang=eng

Musterið, sem er í norðaustur hluta borgarinnar, nærri  Parque das Nações sókninni, verður formlega vígt sunnudaginn 15. september 2019, í þremur vígsluhlutum. Einnig verður höfð trúarleg æskulýðssamkoma með aðalleiðtogum kirkjunnar, sunnudaginn 14. september 2019.

Bygging þessa 2230 fermetra musteris hófst 5. desember 2015, eftir að leiðtogar kirkju og samfélags höfðu tekið hina hefðbundnu fyrstu skóflustungu.

Musterið mun þjóna yfir 45.000 kirkjumeðlimum sem búa í Portúgal og nágrannalöndum. Um heim allan eru 209 musteri starfrækt, í bígerð eða í byggingu, þar af 14 í Evrópu.

Musteri Síðari daga heilagra eru frábrugðin samkomuhúsunum þar sem meðlimir koma saman til tilbeiðslu á sunnudögum. Musterin eru álitin vera „hús Drottins,“ þar sem kenningar Jesú Krists eru staðfestar með hjónabandi, skírn og öðrum helgiathöfnum sem sameina fjölskyldur um eilífð.

Frekari upplýsingar um tilgang og mikilvægi mustera fyrir Síðari daga heilaga er að finna á https://newsroom.churchofjesuschrist.org/topic/temples.

Frekari upplýsingar um Lissabon musterið í Portúgal er að finna á https://newsroom.churchofjesuschrist.org/article/first-temple-in-portugal-opens-to-the-public.

Lissabon musterið að utan
Lissabon musterið að utan
Skírnarherbergið
Skírnarherbergið
Himneska herbergið
Himneska herbergið
Innsiglunarherbergið
Innsiglunarherbergið
Kennsluherbergi
Kennsluherbergi
Gangur
Gangur