Einstaklingsframtak okkar þarf ekki endilega að krefjast peninga eða fjarlægra svæða; það þarf hins vegar leiðsögn heilags anda og viljugt hjarta til að segja við Drottin: „Hér er ég, send þú mig.“
Þrátt fyrir það góða verk sem hægt er að vinna án kirkju, þá eru fylling kenningarinnar og frelsandi og upphefjandi helgiathafnirnar einungis fáanlegar í hinni endurreistu kirkju.
Mögulegt er að hljóta persónulegan frið með liðsinni frelsarans, þrátt fyrir reiði, átök og sundurlyndi, sem eyða og spilla heiminum á okkar tíma.
Þegar við meðtökum verðuglega og heiðrum helga sáttmála og helgiathafnir, erum við blessuð með krafti Guðs í mikilli dýrð.
Ef ég og þið eigum að fá staðist komandi ógnir og áþján, er nauðsynlegt að hvert okkar hafi örugga andlega undirstöðu, byggða á bjargi frelsara okkar, Jesú Kristi.
Við munum eiga betur með að skynja hina lágværu rödd andans svara bænum okkar þegar við höfum trú til að spyrja og framkvæma.
Vitið þið til hvers Jesús var að vísa þegar hann spurði Pétur: „Elskar þú mig meira en þessir?“
Nafn kirkjunnar er ekki umsemjanlegt, auðkenni og hlutskipti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu felur í sér að við séum kölluð hans nafni.
Þegar við helgum Drottni tíma, getum við hlotið leiðsögn okkur til hjálpar við að forðast þrýsting og ringulreið heimsins.
Þegar þið komið til frelsarans, getur líf ykkar fyllst fullvissu, vernd, og djúpri og varanlegri gleði.
Kærleikstjáning getur átt sér stað á milli vina, fjölskyldna og á milli ættliða. Þessi kærleikur getur fært okkur nær Kristi og aukið skilning okkar á þeim kærleika sem hann ber til okkar.
Elder De Feo and general leaders of the Church participate in a council to discuss the engagement in the Children and Youth program.