Andlegar venjur

Boðskapur svæðisleiðtoga

Öldungur DeFeo
Öldungur Massimo De Feo, Ítalíu Annar ráðgjafi í forsætisráði Evrópusvæðisins

Dagleg andlega þjálfun er líka nauðsynleg til að viðhalda vitnisburði og tryggja fullvissu umfram efasemdir, því að þótt við eigum vitnisburð í dag, þá verður hann ekki fyrir hendi á morgun nema við gerum eitthvað til að viðhalda honum. Á sama hátt og líkamsþjálfun eykur vöðvamassa og styrk, þá þarf að koma á stöðugum daglegum venjum til að þróa sterkan og varanlegan vitnisburð.

Hinn náttúrlegi maður hneigist ætíð til þess að krefjast meira af Drottni og minna af sjálfum sér.  Þegar við þróum betri andlegar venjur og upplifum máttuga breytingu hjartans, er við nærum anda okkar oft, reglubundið og kostgæfið, þá verða slíkar venjur órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum og við tökum að gera stöðugt meiri kröfur til sjálfra okkar og minni kröfur til Drottins. 

Megum við keppa að því af kostgæfni að undirbúa, þjálfa og næra anda okkar, á sama hátt og við gerum varðandi líkama okkar, með því að þróa góðar andlegar venjur og forðast hinar skaðlegu venjur þessa heims.  Það kann að verða erfitt og kvalafullt til að byrja með, en verður vissulega þess virði þegar við förum að njóta blessana þessa andlega ferlis vaxtar og farsældar.


„… Þeir voru menn gæddir heilbrigðum skilningi og höfðu kynnt sér ritningarnar af kostgæfni til þess að öðlast þekkingu á orði Guðs. En þetta var ekki allt. Þeir höfðu beðið mikið og fastað, og höfðu þar af leiðandi anda spádóms og anda opinberunar, og þegar þeir kenndu, þá kenndu þeir með krafti og valdi Guðs.“

Alma 17:2-3

Dagleg andlega þjálfun er líka nauðsynleg til að viðhalda vitnisburði og tryggja fullvissu umfram efasemdir, því að þótt við eigum vitnisburð í dag, þá verður hann ekki fyrir hendi á morgun nema við gerum eitthvað til að viðhalda honum.  Á sama hátt og líkamsþjálfun eykur vöðvamassa og styrk, þá þarf að koma á stöðugum daglegum venjum til að þróa sterkan og varanlegan vitnisburð.

Hinn náttúrlegi maður hneigist ætíð til þess að krefjast meira af Drottni og minna af sjálfum sér.  Þegar við þróum betri andlegar venjur og upplifum máttuga breytingu hjartans, er við nærum anda okkar oft, reglubundið og kostgæfið, þá verða slíkar venjur órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum og við tökum að gera stöðugt meiri kröfur til sjálfra okkar og minni kröfur til Drottins. 

Megum við keppa að því af kostgæfni að undirbúa, þjálfa og næra anda okkar, á sama hátt og við gerum varðandi líkama okkar, með því að þróa góðar andlegar venjur og forðast hinar skaðlegu venjur þessa heims.  Það kann að verða erfitt og kvalafullt til að byrja með, en verður vissulega þess virði þegar við förum að njóta blessana þessa andlega ferlis vaxtar og farsældar.