#LýsiðHeiminum

Dagur 1 - Jesus uppörvaði aðra og það getið þið líka gert

Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.

Matteus 10:8

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Biðjið himneskan föður um að gera ykkur næmari fyrir þeim sem umhverfis eru og þarfnast hjálpar við að bera byrðar sínar.

  • Bjóðist til þess að hjálpa vini búferlaflutning.

  • Kynnið ykkur hvernig fólk tekst á við bataferli ánetjunar.

  • Lesið Matteus 11:28-30 og ræðið við aðra um hvernig frelsarinn getur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu áskoranir lífsins.

  • Snjóar úti? Takið ykkur skóflu í hönd og mokið út úr heimkeyrslu eldri nágranna.

  • Segið frá því á samfélagsmiðli hvernig bænin hefur hjálpað ykkur að bera byrði sem á ykkur hvíldi.

  • Þekkið þið ummönnunaraðila aldraðs eða fatlaðs einstaklings? Gefið ykkur tíma til að heimsækja umönnunaraðilann. Spyrjið hvort þið getið farið einhverra erinda fyrir hann eða hana.

  • Nemendur: Bjóðist til að halda á skólatöskunni fyrir hann eða hana. Hugsið um einhvern sem hefur þörf fyrir góðvild og sýnið hana.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.