#LýsiðHeiminum

Dagur 11 - Jesús þjónaði börnunum og það getið þið líka gert

Leyfið börnunum að koma til mín.

Markús 10:14

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Spyrjið börn ykkar hvað þau telji að eigi að vera bænarefni fjölskyldunnar.

  • Kaupið mynd af Jesú Kristi sem jólagjöf fyrir barnið ykkar til að hengja upp í herbergi þess. Fræðið barn ykkar um elsku frelsarans til þess.

  • Bjóðið ykkur fram til að kenna námsfólki á svæði ykkar.

  • Lesið fyrir börn ykkar hvernig Jesús Kristur kom fram við og elskaði börnin (Mark 10:13-16).

  • Skráið ykkur sem kennara fyrir börn í áhættuhópum.

  • Ráðgerið að fara með hvert barna ykkar einsamalt á einhverja dægrastyttingu.

  • Kennið barni ykkar að biðjast fyrir áður en það fer í rúmið.

  • Gerið það sem gera þarf til að hafa kvöldverð með fjölskyldu ykkar.

  • Leggið allt frá ykkur þegar börn ykkar tala við ykkur og hlustið vandlega.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.