#LýsiðHeiminum

Dagur 12 - Jesús kenndi öðrum og það getið þið líka gert

Þér skuluð koma oft saman.

3. Nefí 18:22

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Miðlið ykkar eftirlætis kenningu eða frásögn um Jesú á samfélagsmiðli.

  • Miðlið einhverju sem þið lærðuð af foreldrum ykkar eða öfum og ömmum.

  • Kennið fjölskyldumeðlimi eða vini eitthvað sem þið hafið nýlega lært um í ritningunum.

  • Bjóðið vinum að koma á heimili ykkar til að taka þátt í fjölskyldukvöldi.

  • Skráið ykkur til að miðla faglegri ráðgjöf á atvinnukynningardegi í skóla.

  • Bjóðist til að aðstoða við þjálfun íþróttaliðs æskufólks.

  • Horfið á fræðslumyndband á netinu til að læra eitthvað nytsamt sem getur hjálpað öðrum.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.