#LýsiðHeiminum

Dagur 14 - Jesús kenndi okkur að klæða klæðalausa og það getið þið líka gert

Nakinn [var ég] og þér klædduð mig.

Matteus 25:36

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Safnið vetrarflíkum (gömlum eða nýjum) fyrir skýli heimilislausra.

  • Lærið af vitrum konungi hvernig ykkur ber að elska hina nauðstöddu. (Mósía 4:14-27)

  • Lærið grunnatriði í saumaskap eða aðstoðið einhvern annan til að læra slíkt.

  • Fáið börn ykkar til að fara í gegnum fatnað þeirra til að finna tvær flíkur sem gefa mætti til líknarstofnunar.

  • Prjónið húfu fyrir hvítvoðung og gefið hana sjúkrahúsi á svæðinu.

  • Kaupið hlýja vettlinga og gefið þá einhverjum sem starfar (eða býr) þar sem kalt er.

  • Hafið þið nýlega keypt ykkur nýjan fatnað? Gefið líknarfélagi eða sölustað líknarfélaga eldri flíkur.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.