#LýsiðHeiminum

Dagur 7 - Jesús mettaði hungraða og það getið þið líka gert

Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta.

Matteus 25:35

Á jólum erum við minnt á að Jesús Kristur er ljós heimsins. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að miðla því ljósi með því að einsetja okkur að gera margt af því sem Jesús Kristur gerði. Dag hvern, fram að jólum, munum við leggja áherslu á hina ýmsu kristilegu breytni og koma með tillögur að því hvernig við getum tileinkað okkur fordæmi hans. Þið eruð hvött til að taka þátt með því að nýta ykkur eftirfarandi drögivið að skipuleggja jólaviðburði ykkar.

  • Gefið hjálparstofnun á svæði ykkar matvæli sem geymast lengi.

  • Bjóðið nágranna með lítil fjárráð í kvöldmat.

  • Lærið um hvernig seðja má andlegt hungur (byrjið á því að lesa Jóhannes 6:35).

  • Borðið úti á veitningastað sem ánafnar öðrum matvælum.

  • Bjóðist til að fara með máltíð til einhverra sem þess þarfnast.

  • Kynnið ykkur hvernig fasta og fórnir geta orðið til að metta aðra sem þess þarfnast.

  • Gefið uppskrift að ódýrri og næringargóðri máltíð sem verður fólki til hjálpar við að matreiða fyrir fjölskyldu sína.

  • Biðjist fyrir til að fá innblástur um hverjir þarfnast hjálpar og hjálpið þeim.


24 aðferðir. Á 24 dögum.

Smellið hér fyrir til að sækja jóladagatalið.