'Deilið boðskap endurreisnar fagnaðaerindis frelsarans 2020'

Russel M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, býður Síðari daga heilögum að deila fagnaðaerindi Jesú Krists með öðrum árið 2020. Þetta nýja ár markar tvöhundruð ára afmæli Fyrstu sýnarinnar.

Spámaðurinn setti eftirfarandi skilaboð á Facebook síðu sína, Twitter og Instagram á nýársdag:

„Í ræðu minni á aðalráðstefnu síðastliðinn október, tilnefndi ég árið 2020 sem 200 ára afmæli, til minningar um að það væru 200 ár síðan Guð faðirinn og ástkær sonur hans, Jesús Kristur, birtust Joseph Smith í sýn. Þessi einstaki viðburður í mannkynssögunni var upphaf endurreisnar fagnaðarerindis Drottins–viðvarandi endurreisnar sem heldur áfram enn þann dag í dag. Hve blessuð við erum að lifa í ljósi þeirrar sýnar. Með þeirri sýn kom nýr skilningur um eðli Guðs föður okkar og sonar hans, Jesú Krists.

Guð elskar öll börn sín og á sýn fyrir hvert okkar. Á sama hátt og hann hlustaði á bæn Josephs árið 1820, hlustar hann á ykkur og þráir að tala við ykkur í gegnum andann. Himneskur faðir lengir eftir ykkur. Okkur lengir eftir ykkur. Þetta á eftir að vera mikilvægt ár. Við bjóðum ykkur að eiga mikilvægt hlutverk í að deila boðskap viðvarandi endurreisnar fagnaðarerindis frelsarans. Við munum miðla ykkur meira efni varðandi þetta fljótlega, en þið getið hafist handa strax í dag með því að sökkva ykkur í hið dýrðlega ljós endurreisnarinnar, eins og ég bauð ykkur á síðustu aðalráðstefnu.

Við bjóðum ykkur að eiga mikilvægt hlutverk í að deila boðskap viðvarandi endurreisnar fagnaðarerindis frelsarans. Hvernig lítur það út? Þið gætuð byrjað undirbúning ykkar á því að lesa á ný frásögn Josephs Smith af Fyrstu sýninni eins og hún er skráð í Hinni dýrmætu perlu. Þið gætuð einnig íhugað mikilvægar spurningar eins og: „Hvernig væri líf mitt öðruvísi ef þekking sú sem ég hef öðlast úr Mormónsbók, væri skyndilega numin á brott?“ eða „Hvernig hafa viðburðir þeir sem fylgdu Fyrstu sýninni, haft áhrif á mig og ástvini mína?“

Veljið ykkar eigin spurningar. Hannið ykkar eigin áætlun. Gangið fram í anda einhverra þessara boða til að búa ykkur undir það að deila hinum mikilvæga boðskap hinnar viðvarandi endurreisnar. Er þið leitið Jesú Krists í þessu framtaki, mun Guð búa ykkur undir að meðtaka frekara ljós. Það er ykkar persónulegi undirbúningur sem mun aðstoða við að gera aðalráðstefnuna í apríl, ekki bara eftirminnilega, heldur ógleymanlega. Nú er tíminn til framkvæmda. Þetta er vendipunktur í sögu kirkjunnar og hlutverk ykkar er mikilvægt.

Ég ber vitni um að Jesús Kristur lifir. Hann leiðir þessa kirkju í dag. Guð treystir okkur, okkur öllum, til að gegna mikilvægu hlutverki í endurreisn fagnaðarerindis hans.“