Forseti Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa, heimsækir musterið í Lissabon

Forsteti Portúgals heilsar upp á leiðtoga kirkjunnar
Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, heimsótti Lissabon musterið þann 29. ágúst 2019

LISSABON – Forseti Portúgal, herra Marcelo Rebelo de Sousa, skoðaði musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Lissabon, Portúgal, 29. ágúst 2019. Við þetta sögulega tækifæri var forseta Portúgal líka afhent eigin ættarsaga af hendi öldungs José A. Teixeira, í forsætisráði hinna Sjötíu, sem hafði að geyma innrammað fjögurra kynslóða kort og heimildabók um ætterni forsetans.

Eftir að Rebelo de Sousa forseti hafði verið fengin eigin ættarsaga, sagði hann:


Afi minn fór til Brasilíu þegar hann var mjög ungur. Síðan fór hann til Angólu. Þar varð hann þekktur viðskiptamaður. Svona sögur eru svo mikilvægar. Og ég veit að kirkjan ykkar er mjög mikið fyrir fjölskylduna, alveg eins og ég. (Fjölskyldan) er grundvöllur samfélagsins.


Öldungur Teixeira, sem er innfæddur Portúgali og trúskiptingur kirkjunnar, úrskýrði að náin tenging væri á milli ættarsögurannsókna og mustera kirkjunnar. „Musteri eru helgar byggingar Guðs, þar sem við framkvæmum helgiathafnir fyrir okkur sjálf og í þágu ættmenna okkar, sem tengja fjölskyldur okkar saman um eilífð. Þess vegna höfum við mikinn áhuga á ættfræðirannsóknum.

Auk öldungs Teixeira, var Rebelo de Sousa í samfylgd öldungs Gary B. Sabin, forseta Evrópusvæðis kirkjunnar og öldungs Joaquim Moreira, sem er svæðishafi Sjötíu og í forsvari fyrir opnu húsi musterisins.

Fulltrúanefndin fór með Rebelo de Sausa forseta um musterið í Lissabon og lóð þess og sýndi honum hinn fallega arkítektúr og helgiathafnaherbergin, þar sem meðlimir koma til að læra um tilgang lífsins og gera sáttmála um að þjóna Jesú Kristi.

Öldungur Teixeira hvatti aðra til að heimsækja musterið á opnu húsi: „Ég vil að fólk komi til að sjá musterið. Það er ekki einungis fallegt, heldur er það ríkt að merkingu, merkingu um lífið og hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur sem fjölskyldur. Það sem við gerum í musterinu er ekki leyndarmál, heldur er það sérstakt og heilagt.“

Musterið í Lissabon verður opið almenningi til 7. september 2019. Musterið verið vígt sunnudaginn 15. september 2019, í þremur vígsluathöfnum, af öldungi Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni. Viðburðurinn verður sendur út til samkomuhúsa kirkjunnar vítt og breitt um Portúgal. Musterið verður hið 166. starfandi musteri kirkjunnar um heim allan.

Meðlimafjöldi kirkjunnar í Portúgal er um 45.000 í meira en 65 söfnuðum og margir meðlimanna eru af annarri og þriðju kynslóð. Fyrstu trúboðarnir komu til Portúgal 1975 og fámennur söfnuður var stofnaður stuttu eftir það.

Ganga fyrir utan musterið
Forsetinn fær ættarsögu sína
Forsetinn skoðar ættarsögu sína
Forsetinn heilsar upp á gesti
Forsetinn ásamt systur trúboðum
Frá blaðamannafundi