Geitur fyrir góðan málstað: Staðarleiðtogar taka höndum saman við sjálfbært geitaverkefni

Geitur

Hjálparstofnun SDH hefur kappkostað að veita hjálp með sjálfbærum landbúnaðarverkefnum víða í Albaníu. Síðla árs 2015 samþykkti Livestock and Rural Development Center [stofnun um þróun búpenings og landsbyggðar] að starfa með stofnun Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu við kynningarverkefni á frönskum alpageitum með átta völdum fjölskyldum.

Búskapur er hluti af þjóðararfleifð Albaníu. Næstum 50% vinnuafls tengist landbúnaðarstörfum. Búskapur og griparækt eru mikilvæg fyrir afkomu einstaklinga. Albanía er fjölbreytt land, en grýttur jarðvegur og lágt hitastig gera matvælaframleiðslu erfiða. Svarið við þessum þáttum er hagnýting geita til mjólkur- og kjöteldis.

Árið 2018 átti Hjálparstofnun SDH líka samstarf við LRD í Korce, Albaníu. Það verkefni var gert í samstafi við fimm fjölskyldur frá deildum og greinum í Tirana-stiku, Albaníu. Hverri fjölskyldu verður kennt að rækta franskar alpageitur. Þessi geitategund framleiðir meiri mjólk en hin hefðbundna Hasi geitategund. Að þjálfun lokinni, verða frönsku alpageiturnar gefnar fjölskyldunum til ræktunar.

Frönsku alpageiturnar lifa hátt upp í frönsku ölpunum og eru tilvaldar fyrir hið kalda loftslag og hálenda landslag í upplöndum Albaníu. Þessi geitategund getur framleitt mikið magn mjólkur (4 lítra á dag). Þessi nýi geitastofn mun blessa líf fjölskyldnanna, því þær geta orðið sjálfbærari með því að rækta og selja búvörur. Í upphafi voru geiturnar 17 árið 2015, en hafa nú fjölgað sér upp í 105. Góður árangur þessa verkefnis gefur hinu síðara byr undir báða vængi.

Hjálparstofnun SDH finnst spennandi að eiga samstaf við ýmis samtök við framkvæmd álíkra verkefna, sem stuðla að sjálfbærni og sjálfstæði.

Geitur