Hið nýja tákn hefur frelsarann að þungamiðju

Hið nýja tákn hefur frelsarann að þungamiðju

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur nýtt trúarlegt auðkennistákn. Russell M. Nelson forseti og spámaður kirkjunnar kynnti og útskýrði merkingu þess á laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu í apríl 2020.

Nelson forseti sagði hið nýja tákn koma í framhaldi af því átaki sem hann fann sig knúinn til að koma á ágúst 2018, til að leggja áherslu á hið guðlega opinberaða nafn kirkjunnar. Hann sagði leiðtoga, deildir, tengdar stofnanir, aðalvefsíður og meðlimi kirkjunnar og marga aðra nú nota hið rétta nafn kirkjunnar.

„Við höfum lagt á okkur þetta einstaka átak, því ef við fjarlægjum nafn Drottins úr nafni kirkju hans, þá fjarlægjum við hann ómeðvitað sem þungamiðju tilbeiðslu og lífs okkar,“ sagði Nelson forseti, sem hefur lagt ríka áherslu á hið rétta nafn kirkjunnar í þjónustutíð sinni, a.m.k. frá 1990. „Þegar við tölum á okkur nafn frelsarans við skírn, lofum við að vitna með orðum, hugsunum og verkum okkar, að Jesús er Kristur.“

Þetta nýja tákn leggur áherslu á nafn Jesú Krists og það megin hlutverk sem hann skipar í öllu því sem kirkjan gerir. Nafn kirkjunnar er í rétthyrningi sem táknar hyrningarstein. Þessi hugmynd á sér rætur í Biblíunni. Páll postuli greindi frá líkingu byggingar í bréfi sínu til hinna fyrstu aldar heilögu í Efesus og sagði kirkjuna hafa postula og spámenn að undirstöðu – með Jesú Krist sjálfan sem aðalhyrningarstein. Í miðju táknsins er mynd af marmarastyttu Thorvaldsens, Kristur. Jesús stendur undir boga, sem minnir okkur á upprisu hans úr gröfinni, þremur dögum eftir dauða hans.

„[Táknið] sýnir Drottinn upprisinn, lifandi, með útrétta arma fyrir alla sem vilja koma til hans,“ sagði Nelson forseti. „Merki þetta ætti að vera mörgum kunnuglegt, því í langan tíma höfum við auðkennt hið endurreista fagnaðarerindi hinum lifandi, upprisna Kristi.“

Þetta nýja tákn verður notað á gögnum kirkjunnar, eins og leiðbeint verður af Æðsta forsætisráðinu og Tólfpostulasveitinni. Nákvæmar leiðbeiningar um hið nýja tákn eru þegar í vinnslu, þar með talið um hugsanlega notkun þess um heim allan.

 „Táknið verður nú notað sem sjónrænt auðkenni fyrir opinbert lesefni, fréttir og viðburði kirkjunnar,“ sagði spámaðurinn ennfremur. Það mun festa í minni allra að þetta er kirkja frelsarans og að allt sem við gerum, sem meðlimir kirkjunnar, hefur Jesú Krist og fagnaðarerindi hans að þungamiðju.“

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er heimslæg fjölskylda yfir 16 milljóna meðlima. Þegar er verið að útbúa táknið á 110 tungumálum – sem er flókið ferli, sem mun taka nokkra mánuði að fullvinna. Líkt og Æðsta forsætisráðið greindi frá árið 2019, þegar kirkjan gerði breytingar til að endurspegla betur fullt nafn trúar hennar, þá ættu meðlimir kirkjunnar um heim allan að sýna þolinmæði og háttprýði meðan þessi breyting á tákni er gerð á tungumáli þeirra.